Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2013 | 10:00

Stenson sigraði á Deutsche Bank

Svíinn Henrik Stenson stóð uppi sem sigurvegari á Deutsche Bank Championship, 2. mótinu í FedEx Cup umspilinu á hausmótaröðinni.

Stenson spilaði á samtals 22 undir pari, 262 höggum (67 63 66 66).

Í 2. sæti varð Steve Stricker 2 höggum á eftir Stenson á samtals 20 undir pari, 264 höggum (66 68 63 67).

Í 3. sæti varð síðan Kanadamaðurinn knái Graeme DeLaet á samtals 18 undir pari, 266 höggum (67 68 62 69).

Fjórir deildu síðan 4. sætinu á samtals 17 undir pari hver, þ.á.m. Texas-búinn ungi Jordan Spieth, sem gulltryggði sér sætið með frábærum lokhring upp á 62 högg, en hann átti lægsta skor dagsins og munaði 10 höggum frá deginum áður.

Phil Mickelson sem byrjaði svo vel í mótinu (leiddi eftir 1. dag á 63 höggum!) varð í 41. sæti ásamt 5 öðrum þ.á.m. Luke Donald, en allir spiluðu þeir í 41. sæti á samtals 8 undir pari.

Rory McIlroy var í hópi 6 kylfinga sem allir luku keppni á samtals 7 undir pari, hver og voru í 47. sæti og Adam Scott lék á samtals einu höggi skemmra þ.e. var á samtals 6 undir pari, ásamt 8 öðrum kylfingum og í 53. sæti.

Tiger Woods var skugginn af sjálfum sér; lék á samtals 4 undir pari og hafnaði í 65. sæti sem hann deildi með Ástralanum Stuart Appleby.

Til þess að sjá úrslitin á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg lokahrings Deutsche Bank Championship, sem var glompuhögg Stenson á 17. sem fór beint í holu  SMELLIÐ HÉR: