Jason Dufner með Wanamaker bikarinn eftir sigurinn á PGA Championship Dufner 4. risamótsmeistari 2013
Bandaríski kylfingurinn Jason Dufner sigraði í gær á PGA Championship mótinu, 4. og síðasta risamóti ársins hjá karlkylfingunum.
Þetta er 1. risamótstitill Dufners.
Lokaskor Dufner var 10 undir pari, 270 högg (68 63 71 68).
Dufner átti 2 högg á Jim Furyk, en þeir voru búnir að skiptast á um að vera í forystu í mótinu. Furyk lék á 8 undir pari, 272 höggum (65 68 68 71), en sjá má að leikur Furyk fór versnandi eftir því sem leið á mótið.
Segja má að sigur Dufners sé verðskuldaður en hann jafnaði m.a. lægsta skor í risamóti, sem aðeins 24 kylfingum hefir tekist að ná: skorinu 63 höggum og það á 40 ára tímabili, þ.e. frá árinu 1973, þegar farið var að vanda til allrar tölfræði í risamótum.
Í 3. sæti varð Svíinn Henrik Stenson, sem er að koma sterkur inn í ár, eftir þó nokkra lægð og í 4. sæti varð landi hans Jonas Blixt.
Scott Piercy og Adam Scott deildu 5. sætinu og í 7. sæti varð David Toms. Fjórir deildu síðan 8. -11. sætinu: Rory McIlroy Jason Day, Zach Johnson og Dustin Johnson, allir á samtals 3 undir pari, hver.
Til þess að sjá lokastöðuna á PGA Championship SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
