PGA: Snedeker efstur fyrir lokahring RBC
Það er Brandt Snedeker sem tekið hefir forystuna á RBC Canadian Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Mótið fer fram á Glen Abbey golfvellinum í Ontario, Kanada.
Hunter Mahan sem hafði forystuna þegar mótið var hálfnað dró sig úr mótinu til þess að geta verið hjá konu sinni Candy og viðstaddur fæðingu fyrsta barns þeirra.
Snedeker er búinn að leika á samtals 14 undir pari, 203 höggum (70 69 63) og það er einkum glæsihringur hans í gær upp á 63 högg, sem kom honum í 1. sætið fyrir lokahringinn.
Á hringnum góða fékk Snedeker 9 fugla og 9 pör.
En forystan er naum því aðeins 1 höggi á eftir er Svínn David Lingmerth, sem búinn er að gera góða hluti á PGA Tour það sem af er keppnistímabils. Spurning hvort Lingmerth takist loks að landa fyrsta sigri sínum á PGA Tour? Lingmerth er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 204 höggum (67 71 65).
Þriðja sætinu deila síðan Jason Bohn og Matt Kuchar, báðir á samtals 12 undir pari, hvor.
Til þess að sjá stöðuna á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 3. dags á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg 3. dags á RBC Canadian Open sem var glæsihögg Ernie Els SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
