Sharmila Nicolette Sharmila flutt til London
Sharmila Nicollet, 22 ára, gullfallegi indverski atvinnukylfingurinn, sem m.a. hefir setið fyrir hjá Vogue, Marie-Claire og Elle, hefir ákveðið að London verði 2. heimili hennar utan Bangalore í Indlandi.
Hún spilar nú reglulega í Buckinghamshire Golf Club, þar sem ISPS Handa Ladies European Masters fer fram og vonar að hún hljóti forskot umfram hina félaga sína á LET, en mótið fer fram 26.-28. júlí n.k.
Hún hefir nú æft og verið í þjálfun á vellinum s.l. mánuði og sagði: „Ég er mjög spennt að vera að spila á Buckinghamshire velli og rétt hjá London. Ég elska völlinn, elska fólkið á honum og get ekki beðið eftir að keppa í London. Ég elska að versla og eina leiðin til að leggja af í London er með því að vera dugleg að ganga milli verslana í verslunarleiðöngrum.“
„Ég elska Buckinghamshire Golf Club vegna þess að mér finnst ég velkomin þar og fólkið er elskulegt og hvetjandi þegar það kemur að atvinnumönnum eins og okkur.“
Hún var mjög ánægð með formann klúbbsins John O´Leary: „Hann kynnti mig fyrir næstum öllum í klúbbnum. Hann sagði fólki að leika með mér og ég eignaðist marga vini meðal unglinga og áhugamanna og það er heilmikil keppni í gangi þegar við spiluð.“
„Veðrið hér getur hins vegar verið kalt en það er gott fyrir mig að æfa í vindi og rigningu, en völlurinn er einn af keppnisvöllum European Tour. Þegar maður kemur frá Indlandi þá eru flatirnar aðrar og vellirnir gjörólíkir þannig að þetta er góð æfing fyrir keppnistímabilið.“
Heimild: LET
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
