LPGA: Pressel efst á Wegmans
Það er bandaríski kylfingurinn Morgan Pressel sem leiðir eftir 2. dag Wegmans LPGA Championship risamótinu á golfvelli Locust Hills í Pittsford, New York.
Samtals er Pressel búin að spila á 6 undir pari, 138 höggum (68 70).
Í 2. sæti 2 höggum á eftir eru nr. 1 á heimslista kvenna, Inbee Park og forystukona gærdagsins Chella Choi, báðar frá Suðu kvöld r-Kóreu á 4 undir pari, 140 höggum; Park (72 68) og Chella Choi (67 73).
Í 6 af 8 efstu sætunum eru kvenkylfingar frá Asíu, að þessu sinni allar frá Suður-Kóreu. Spurningin er hvort Pressel takist að halda sínu eða einhver af þeim hreppi sigurinn í en í dag fara lokahringirnir tveir fram. Það var rigning sem olli því að 1. hringur Wegmans var færður til föstudagsins, 2. hringur var færður til laugardagsins og í dag verða 36 holur spilaðar.
Af öðru markverðu þessa 2. risamóts kvennagolfsins á árinu er að sænski kylfingurinn Caroline Hedwall (77 71) komst í gegnum niðurskurð með Eygló Myrru Óskarsdóttur, GO, á pokanum, eftir erfiða byrjun. Caroline deilir 47. sætinu ásamt 12 öðrum þ.á.m. golfdrottningunni áströlsku Karrie Webb, Mika Miyazato frá Japan og hinni spænsku Bélen Mozo.
Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 2. dag Wegman LPGA Championship risamótsins SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Wegmans LPGA Championship risamótinu SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

