Eimskipsmótaröðin (2): Viðtal við Önnu Sólveigu forystukonu 2. dags
Anna Sólveig Snorradóttir, GK, leiðir fyrir lokahringinn úti í Vestmannaeyjum.
Hún lék í dag á 2 yfir pari, 72 höggum. Í gær spilaði hún á 74 höggum og er því samtals á 6 yfir pari, 1 höggi á undan klúbbfélaga sínum Signýju Arnórsdóttur, GK.
Golf 1 tók stutt viðtal við Önnu Sólveigu.
Golf 1: Sæl Anna Sólveig – þetta var glæsilegt hjá þér í dag 2 yfir pari, hvað var að ganga upp?
Anna Sólveig: Bara allt, ég var að slá mjög vel.
Golf 1: Þetta var flott hjá þér að taka skrambann á 13. aftur með tveimur fuglum í röð – hvað er eiginlega svona erfitt við 13.?
Anna Sólveig: Í dag missti ég bara meterspútt á 13. og það voru voða leiðindi. – Hún er erfið vegna þess að hún er svo löng. Hún ætti að vera par-5 hola.
Golf 1: Hvernig er veðrið og er það að hafa áhrif á leikinn?
Anna Sólveig: Veðrið truflar mig aldrei neitt… en það er alveg skítaveður hér – þoka og einhver rigning og vindur.
Golf 1: Hvernig finnst þér Vestmannaeyjavöllur?
Anna Sólveig: Hann er ótrúlega flottur og skemmtilegur. Það eru bara nokkur grín léleg á seinni 9. Annars er völlurinn mjög góður.
Golf 1: Hvert er planið fyrir morgundaginn?
Anna Sólveig: Bara spila mitt golf. Ég er aldrei að spá í andstæðingunum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
