16 mót – 950 spila golf í dag!
Í dag er boðið upp á 16 golfmót víðs vegar um landið.
Á Þverárvelli að Hellishólum fer fram Áskorendamótaröð Íslandsbanka og eru 65 krakkar og unglingar skráðir til leiks og á Strandarveli á Hellu er leikið á fyrri degi Unglingamótaraðar Íslandsbanka. Þar eru keppendur 131.
Hið vinsæla kvennamót Soroptimista er haldið í Oddinum, hjá GO og eru hvorki fleiri né færri en 174 konur skráðar til leiks enda eitt alvinsælasta kvennamótið, sem hefir verið að festa sig í sessi undanfarin ár.
Opna PING öldungamótið er haldið á Hvaleyrinni í Hafnarfirði og eru þátttakendur 154.
Tvö innanfélagsmót eru haldin þ.e. Texas Scramble hjá NK (16 lið þ.e. 32 kylfingar) og síðan er Hjóna- og paramót hjá Golfklúbbi Álftaess (GÁ) og eru 10 lið þ.e. 20 kylfingar.
Texas Scramble mót er á Leirdalsvelli á vegum Fótbolti.net og eru 73 lið skráð til keppni eða 146 keppendur.
Hjá GOS fer fram mótið Opna Fjöruborðið og eru 42 skráðir í mótið. Í Golfklúbbi Öndverðarnes er Opna Mapei Húsasmiðjumótið haldið og eru þátttakendur 52.
Á Hamarsvelli hjá GB ætla 14 að keppa í Vanur/Óvanur og á Grundarfirði hjá GVG er lokað mót (ekkert gefið upp um fjölda þátttakenda). Hjá GL á Akranesi fer Opna Samhentir/Vörumerking fram og eru 46 manns skráðir til keppni – jafnframt fer fram lokað mót Samskipa og eru keppendur 7.
Fyrir norðan er Húsasmiðjumótið á dagskrá hjá GHD á Arnarholtsvelli á Dalvík (ekkert gefið upp um keppendur) en Opnunarmót GSS á Sauðárkróki, sem fara átti fram í dag hefir verið aflýst svo og Upphitunarmóti sem var á dagskrá hjá GKS, á Siglufirði.
Í tengslum við Sjómannadaginn eru svo tvö stór mót sem fara fram í dag Sjóarinn síkáti í Grindavík (þátttakendur 97) og Sjómannadagsmót GN og Glófaxa á Neskaupsstað (þátttakendur 62). Auðbjargarmótinu, sjómannadagsmóti á Seyðisfirði hefir verið frestað til 17. júní.
Það er því gríðarlega mikið um að vera í golfíþróttinni á landinu í dag meira en 950 kylfingar skráðir í mót !
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
