Guðrún Brá var frábær á ZO ON mótinu í dag!!! Viðtal við Guðrúnu Brá sigurvegara í kvennaflokki á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2013
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sigraði kvennaflokkinn á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótsins uppi á Skaga nú s.l. helgi. Hún lék hringina 3 á 13 yfir pari 229 höggum (73 79 77) og varð þar að auki 5. best yfir allt mótið í heild (kvenna- og karlaflokk). Þetta er í 2. sinn sem hún sigrar á stigamóti upp á Skaga, en Guðrún Brá vann sama mót fyrir 2 árum, árið 2011, ásamt frænda sínum Axel, sem vann karlaflokk, þá eins og nú. Golf 1 tók stutt viðtal við Guðrúnu Brá (sem nú er stödd í Englandi).
Golf 1: Guðrún innilega til hamingju með glæsilegan sigur! Hvernig tilfinning er það að sigra aftur upp á Skaga?
Guðrún Brá: Bara mjög góð alltaf gaman að vinna!
Golf 1: Hvað var það sem var að ganga upp í leik þínum, sem varð til þess að þú vannst?
Guðrún Brá: Ég var var mjög ánægð með sláttinn minn alla helgina og svo var ég að pútta vel.
Golf 1: Hvernig fannst þér Garðavöllur?
Guðrún Brá: Völlurinn var bara i góðu standi, fannst mér miðað við hvernig veðrið er búið að vera hérna á Íslandi.
Golf 1: Nú voru aðstæður til leiks erfiðar vegna veðurs. Fannst þér veðrið hafa áhrif á leik þinn?
Guðrún Brá: Já, algjörlega og örugglega á alla, en i svona verður maður bara að vera þolinmóður og gefast aldrei upp.
Golf 1: Hvernig lítur dagskráin út hjá þér í sumar – ætlar þú að taka þátt í öllum mótunum á Eimskipsmótaröðinni?
Guðrún Brá: Ég er á biðlista á British Open Amateur, sem er a sama tíma og Eyjamótið þannig að ég veit ekki hvort ég kemst til Eyja, en það verður bara að koma i ljós.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
