GSÍ og Securitas í samstarf
Golfsamband Íslands og Securitas skrifuðu í dag undir samstarfssamning til þriggja ára. Samstarfið varðar mótaröð þeirrra bestu en Securitas hefur verið styrktaraðili GSÍ og golfíþróttarinnar í landinu til margra ára. Samstarfið er á breiðum grundvelli en samstarfsaðilar verða einnig samkostendur Golfsambandsins á golfþáttum sumarsins sem sýndir verða á RÚV. Að auki verða þeir samkostendur að beinum útsendingum RÚV af Íslandsmótinu sem fram fer á Korpúlfsstaðavelli dagana 27. til 28. júlí.
„Samstarfið við Securitas hefur verið mjög gott og það er mikilvægt fyrir GSÍ að geta tengt sig við öflugt fyrirtæki sem hefur framsækna stefnu og er leiðandi á sínu sviði“ segir Stefán Garðarsson, markaðs- og sölustjóri GSÍ.
„Það er okkur ánægjuefni að geta verið þátttakendur í eins metnaðarfullu starfi og Golfsambandið stendur fyrir. Securitas hefur verið virkt í að styrkja íþrótta- og menningarstarf og hefur áhersla einnig verið á almenningsíþróttir enda fjölmargir viðskiptavina okkar iðkendur í t.d. golfi og sundi“ sagði Guðmundur Arason, forstjóri Securitas.
Annað mót mótaraðarinnar sem haldið verður í Vestmannaeyjum ber nafn Securitas en að sjálfsögðu munu Securitas koma að öllum mótum sumarsins og þar með talið Íslandsmótinu.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
