Poulter: „Þetta er ógeðslegt, vansæmandi og ég hef enga skýringu á þessu!“
Ian Poulter var í uppnámi eftir fyrstu tvo og síðustu leiki sína í þessari viku í Búlgaríu en hann, sem talinn var sigurstranglegastur fyrirfram er dottinn úr Volvo World Match Play Championship.
Þegar ljóst var að dvöl hans í mótinu yrði ekki lengri sparaði Poulter ekki stóru orðin:
„Það er engin afsökun fyrir að spila svona s.l. tvo daga“ sagði hann í viðtali við Sky Sports. „Þetta er ógeðslegt, vansæmandi og ég hef enga skýringu á þessu.“
Talið var fyrirfram að Poulter myndi gersamlega blómstra á Þrakíuklettavellinum í Búlgaríu …. en hann varð að láta í minni pokann strax á fyrsta degi gegn Thongchai Jaidee frá Thaílandi 3&2 .
„Einbeitingin var einfaldlega ekki til staðar og þess vegna gerir maður andleg mistök þegar heilinn er ekki notaður,“ bætti Poulter við, en hann ásamt Graeme McDowell voru einu leikmennirnir á topp-15 á heimslistanum, sem þátt tóku í mótinu. „Þetta er gersamlega óásættanlegt“ hamaðist Poulter áfram.
„Ég er grautfúll,“ útskýrði Poulter „og ég mun verða fúll áfram í nokkrar klukkustundir en síðan sný ég aftur til Englands og mun (reyna að) sigra á Wentworth.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

