Afmæliskylfingur dagsins: Saga Ísafold Arnarsdóttir – 13. maí 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Saga Ísafold Arnarsdóttir. Saga Ísafold er fædd 13. maí 1994 og er því 19 ára í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.
Saga Ísafold hefir m.a. verið í afrekshóp GSÍ 2012 (B-hóp) og var ein af 6 stúlkum úr Keili sem spiluðu á Opna undir 18 ára mótinu á Írlandi í apríl 2012.

Efri röð fv.: Anna Sólveig Snorradóttir, Hildur Rún Guðjónsdóttir og Saga Ísafold Arnarsdóttir. Neðri röð fv.: Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Sara Margrét Hinriksdóttir, Mynd: Keilir
Saga Ísafold spilaði á Unglingamótaröð Arion banka í fyrra og varð m.a. í 6. sæti á fyrsta móti mótaraðarinnar uppi á Skaga, í 5. sæti á 2. mótinu á Þverárvelli að Hellishólum og 9. sæti á 3. mótinu í Korpunni. Saga Ísafold varð í 8. sæti á Íslandsmótinu í höggleik í stúlknaflokki og var meðal 14 sem komust áfram í lokakeppni á Íslandsmótinu í holukeppni og í 4. sæti á 6. og síðasta móti Unglingamótaraðarinnar á Urriðavelli.

Á Þverárvelli á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka 3. júní 2012. Lokahollið f.v.: Halla Björk Ragnarsdóttir, GR; Saga Ísafold Arnarsdóttir, GK og Guðrún Pétursdóttir (sem sigraði). Mynd: Golf 1
Eins spilaði Saga Ísafold á Eimskipsmótaröðinni 2012 og varð m.a. í 13. sæti af konunum, á 1. móti mótaraðarinnar í Leirunni.
Loks varð Saga Ísafold Íslandsmeistari í sveitakeppni unglinga (í stúlknaflokki) með A-sveit Keilis í Þorlákshöfn.

Íslandsmeistarar í A-sveit Keilis í sveitakeppni GSÍ 2012 í stúlknaflokki. F.v.: Anna Sólveig Snorradóttir, Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Sara Margrét Hinriksdóttir og liggjandi fyrir framan Saga Ísafold Arnarsdóttir. Mynd: Helga Laufey Guðmundsdóttir
Komast má á facebook síðu Sögu Ísafoldar hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Patrik Sjöland 13. maí 1971 (42 ára); Nathan Andrew Green, 13. maí 1975 (38 ára); Caroline Hedwall, 13. maí 1989 (24 ára) ….. og …….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024



