Kanínurnar á Kirkjubólsvelli -11. febrúar 2012. Mynd: Golf 1 Golfreglur: Bolti út af
Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar.
Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu.
Raunhæft dæmi:
Þetta raunhæfa dæmi er e.t.v. ekki svo raunhæft hér á landi og nýtist einkum kylfingum sem spila á golfvöllum erlendis. Engu að síður gott að kunna reglurnar þó þær nýtist e.t.v. aðeins á völlum erlendis. Hér fer raunhæfa dæmið:
Bolti leikmanns lendir í héraholu, sem er þannig að boltinn lendir í holuinngangspartinum sem er inni á vellinum en boltinn rúllar eftir endilangri holunni og lendir út af hinum megin við vallarmarkargirðingu. Hvernig dæmist?
A. Þetta er vítalaust.
B. Þar sem boltinn lenti í héraholunni inn á vellinum þá má leikmaðurinn droppa boltanum, þaðan sem boltinn fór í holuna inni á vellinum og fá síðan lausn frá héraholunni ef hann vill.
C. Boltinn er út af og leikmaðurinn verður að fara að reglu 27-1b (Þar segir: „Ef bolti er út af, verður leikmaðurinn gegn 1 vítahöggi að leika bolta eins nærri og unnt er á þeim stað þaðan sem upphaflega boltanum var síðast leikið.“)
D. Leikmaðurinn verður að finna upphaflega boltann sinn og droppa honum á punkti beint yfir héraholunni, þar sem hann er út af. Ef hann getur ekki fundið boltann má hann nota annan bolta í stað þess fyrri.
Skrollið niður til að sjá rétt svar
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Rétt svar: C. Þar sem boltinn er út af verður að fara að reglu 27-1. Ekki er hægt að fá lausn skv. reglu 25-1 vegna holu af völdum grafdýrs. Niðurstaðan byggist m.a. á úrskurði 25-1b/24.
Gott er í þessu sambandi að skoða skilgreiningarnar á „grafdýr“ (ens.: burrowing animal) og „út af“ (ens. out of bounds).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
