Evróputúrinn: Brett Rumford leiðir fyrir lokahringinn í Kína
Það er Ástralinn Brett Rumford sem kominn er með 1 höggs forystu á forystumann gærdagsins Mikko Ilonen frá Finnlandi fyrir lokahring Volvo China Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni og fer fram í Tianjin í Kína.
Samtals er Rumford búinn að spila á 12 undir pari, 204 höggum (68 67 69), en Ilonen á 11 undir pari, 205 höggum (69 63 73). Ilonen var með ágætis forystu í gær en glutraði henni niður með hring upp á 1 yfir pari í dag, 73 höggum og er 10 högga munur á þessum hring og glæsihring hans í gær upp á 63 högg, sem fleytti honum upp í 1. sætið.
Hinn 35 ára ástralski kylfingur, Brett Rumford sem svo eftirminnilega vann Ballantine´s Open með erni á 1. holu bráðabana í síðasta mánuði er á fleygiferð upp á við þessa dagana.
Um hringinn í dag sagði hann: „Þetta var erfiður dagur. Ég byrjaði að finna fyrir því á seinni 9. En mér tókst vel að hanga á mínu með nokkrum þreyttum golfsveiflum – andlega hékk ég inni – líkamlega ekki svo mjög en með andlega þáttinn. Vindurinn var að þurrka allt þannig að maður varð að vera nákvæmur.“
Í 3. sæti er spænski kylfingurinn Pablo Larrazabal ; í 4. sæti er Thaílendingurinn Kiradech Aphibarnrat og í 5. sæti Hollendingurinn Joost Luiten.
Til þess að sjá stöðuna á eftir 3. dag Volvo China Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
