Evróputúrinn: DJ og Zach Johnson keppa ekki í Kóreu
Bandarísku kylfingarnir Dustin Johnson (líka kallaður DJ) og risamótssigurvegarinn Zach Johnson munu ekki verða meðal keppenda á Ballantines Championship sem hefst nú í þessari viku í Icheon í Suður-Kóreu, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.
Í fréttatilkynningu frá Evrópumótaröðinni sagði að ástæður fyrir hætt hefði verið við þátttöku væru í báðum tilvikum spennan sem ríkir milli Suður- og Norður-Kóreu, en Norður-Kóreumenn hafa látið ófriðlega og verið með hótanir og stríðsyfirlýsingar í garð Suður-Kóreu og þar með Bandaríkjamanna, sem styðja Suður-Kóreu.
Meðal annarra kylfinga sem ekki taka þátt í mótinu vegna spennuástandsins er spænski kylfingurinn Alvaro Quiros.
Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku (nr. 7 á heimslistanum) er sá kylfingur meðal þátttakenda sem er með hæsta röðun á heimslistanum.
Meðal þekktra þátttakenda á Ballantines eru heimamaðurinn YE Yang, Paul Lawrie og nafni hans Peter, Spánverjinn Rafa Cabrera Bello, Thomas Björn, Bandaríkjamaðurinn Peter Uihlein og Alex Noren.
Það stefnir í spennandi helgi við að fylgjast með Evróputúrnum!!!
Tveir bandarískir kylfingar, þeir Dustin Johnson og Zach Johnson, hafa ákveðið að hætta við þátttöku á Ballantine’s Championship mótinu, sem hefst á fimmtudaginn í Suður-Kóreu. Mótið er hluti af European Tour.
Og ástæðan er vegna óróans, sem er þarna niðurfrá, en bandarískir þegnar eru ekki í uppáhaldi hjá Norður-Kóreu mönnum. Þó að mótið sé í Suður-Kóreu, þá er órói þar líka vegna refsiaðgerða, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa gripið til vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna.
“Þeir hafa komist að þessari niðurstöðu vegna óróa á Kóreuskaganum,” segir í tilkynningu frá European Tour í gær.
Það er ekki hægt að ásaka þá fyrir þetta, því fleiri eru að velta fyrir sér að vera heima, menn eins og Alvar Quiros til dæmis, sem er ekki einu sinni frá Bandaríkjunum.
Louis Oosthuizen verður hæst ‘rankaði’ maður heimslistans á mótinu, númer 7 um þessar mundir. Þá verða Paul Lawrie þarna líka og Paul Casey, auk ein helsta stjarna Suður-Kóreu, Yang Yong-eun.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
