Golfreglur: Hámark 14 kylfur!
Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í næsta mánuði þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar.
Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu.
Raunhæft dæmi:
Keppandi í höggleikskeppni hóf leik með 13 kylfur. Á fyrri 9 braut hann pútterinn sinn í reiðikasti. Eftir að leik lauk á 9. holu flýtti hann sér í pro-shop-ið þ.e. golfvöruverslun klúbbsins, þar sem mótið fór fram og keypti sér nýjan pútter, sem hann notaði það sem eftir var hringsins. Hvernig dæmist?
A. Þetta er vítalaust.
B. Kylfingurinn fær 2 högg í víti fyrir hverja holu á seinni 9.
C. Kylfingurinn fær almennt víti, þ.e. 2 högg í víti á 10. og 11. holunum.
D. Frávísun.
Til þess að sjá rétt svar skrollið niður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Rétt svar: A. Leyfilegur hámarksfjöldi kylfa í setti eru 14. Kylfingurinn hóf keppni með 13 kylfur. Hann má bæta við 1 kylfu og því olli það að hann keypti nýjan pútter eftir 9. holu honum engu víti, sbr. reglu 4-4a sbr. úrskurð 4-3/8
Fyrir þá sem hafa áhuga á golfreglunum er rétt að rifja reglu 4-4a upp. Þar segir:
„Leikmaður má ekki byrja fyrirskipaða umferð með fleiri en fjórtán kylfur. Hann er bundinn við þetta kyfluval þá umferð, nema hann hafi byrjað með færri en fjórtán kylfur, en þá má hann bæta við hvaða fjölda sem er að því tilskildu að samtas verði þær ekki fleiri en fjórtán.
Að bæta við kylfu eða kylfum má ekki valda óhæfilegri töf (regla 6-7) og leikmaðurinn má ekki bæta við eða fá lánaða neina þá kylfu, sem einhver annar sem er að leika á vellinum hefur valið sér til leiks, eða setja saman kylfuhluta sem bornir eru af leikmanninum eða fyrir hann í fyrirskipaðri umferð.“
Hér má loks bæta við skilgreiningunni á fyrirskipaðri umferð:
„Hin fyrirskipaða umferð (ens. stipulated round) felst í því að leika holur vallarins í réttri röð, nema nefndin leyfi annað. Holufjöldi fyrirskipaðrar umferðar er 18, enma nefndin leyfi færri.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
