Af gráðugum atvinnukylfingum
Sex áhugamenn allt frá hinum 14 ára kínverska Tianlang Guan til hins 34 ára Nathan Smith taka þátt á Masters nú í vikunni. Þar af spila 5, Guan (sigurvegari Asian Amateur); Alan Dunbar (sigurvegari British Amateur), Steven Fox (sigurvegari US Amateur), T.J. Vogel (sigurvegari US Amateur Public Links) og Michael Weaver (sem varð í 2. sæti í US Amateur Public Links) í fyrsta sinn á Masters.
Þátttaka áhugamanna á the Masters er söguleg og byggist á hefð.
Nú hafa tveir atvinnumenn á PGA Tour, Matt Every og Charlie Beljan stigið á stokk (svo fremi sem það er hægt á Twitter) og tjáð sig um það að þeim finnist fjöldi áhugamanna (6 af 93) of mikill á Masters risamótinu. Veita eigi þeim sem eigi einhvern sjéns á að sigra (þ.e. atvinnumönnum) frekar þátttökurétt.
Þannig sagði Matt Every: „Masters ætti aðeins að veita 1 áhugamanni (þ.e. þeim sem sigrar US Amateur) rétt á þátttöku í Masters. Úthluta ætti afganginum af áhugamannasætunum til þeirra leikmanna sem eiga það fremur skilið og sem eiga raunverulegan sjéns (á að vinna mótið).“
Beljan svaraði síðan: „@matteverygolf kemst ekki á Masters þrátt fyrir sigur á PGA Tour. En 14 ára unglingar eru boðnir velkomnir!“
Brian Harman endur-tvítaði báðar athugasemdir þessara gráðugu PGA Tour atvinnumanna, sem ekki una áhugamönnum fleira en 1 sæti í mótinu.
Every er nr. 137 á heimslistanum. Hann hefir spilað í 12 mótum 2013 og aðeins komist 6 sinnum í gegnum niðurskurð. Árið 2012 náði hann 15 sinnum í gegnum niðurskurð af 25 mótum sem hann tók þátt í þ.á.m. varð hann í 2. sæti á Valero Texas Open og á Children´s Miracle Network Classic.
Beljan er nr. 60 á heimslistanum. Árið 2013 hefir hann náð 5 sinnum að komast í gegnum niðurskurð á 11 mótum, sem hann hefir tekið þátt í. Hann varð í 2. sæti á Northern Trust Open en eftir það er besti árangurinn T-23 á Hyundai Tournament of Champions. Hann sigraði á Children’s Miracle Network Hospitals Classic á haustmótaröð PGA Tour 2012 og kemst ekki á Masters.
Allt sem þessir tveir verða að gera til að komast á Masters er að spila betur!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
