LPGA: Park efst á Kraft Nabisco
Það er Inbee Park frá Suður-Kóreu sem heldur forystu sinni frá því í gær á Kraft Nabisco risamóti kvenna. Hún er samtals búin að spila á 12 undir pari, 204 höggum (70 67 67) og hefir 3 högga forystu á þá sem næst kemur.
Í 2. sæti er hin bandarísk/mexíkanska Lizette Salas, sem er á samtals 9 undir pari, 207 höggum (70 68 69).
Þriðja sætinu deila síðan afmæliskylfingur dagsins, „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen, Pornanong Phattlum, Jessica Korda, Karine Icher, Karrie Webb og Angela Stanford. Allar hafa þær leikið á samtals 6 undir pari, 210 höggum.
Níunda sætinu deila Caroline Hedwall og Paula Creamer á samtals 5 undir pari, 211 höggum.
Aðrar áhugaverðar:
Nr. 1 á heimslistanum, Stacy Lewis og Michelle Wie eru meðal 7 kylfinga sem eru T-23, á samtals 1 undir pari; fyrrum nr. 1 á heimslistanum Yani Tseng er 1 höggi á eftir á samtals sléttu pari og deilir 30. sætinu. Hin unga Lydia Ko er T-39 á samtals 1 yfir pari. Þess mætti loks geta að Ko er ekki yngst í mótinu, en hún verður 16 ára síðar í mánuðnum (24. apríl). Yngst er áhugamaðurinn Angel Yin, 14 ára, sem búin er að standa sig frábærlega, en hún náði að komast í gegnum niðurskurð og er samtals búin að spila á 6 yfir pari!
Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring á Kraft Nabisco SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
