Hver er kylfingurinn: DA Points?
Bandaríski kylfingurinn DA Points sigraði á Shell Houston Open í gær, 31. mars 2013. Það hefir ekki farið mikið fyrir honum ofarlega á skortöflu PGA mótaraðarinnar, þannig að hver er kylfingurinn?
Darren Andrew „D.A.“ Points fæddist 1. desember 1976 í Pekin, Illinois, þar sem hann ólst einnig upp. Points var í Pekin High School og fór síðan í University of Illinois, þar sem hann var third Team All-American.
Points sigraði á Illinois State Amateur Championship árin 1995, 1998, og 1999. Hann tapaði fyrir Tiger Woods í fjórðungsúrslitum the U.S. Amateur árið 1996. Points gerðist atvinnumaður árið 1999.
Points lék á the Buy.com (síðar Nationwide og nú Web.com ) Tour á árunum 2001- 2004 og sigraði á 3 mótum: the 2001 BUY.COM Inland Empire Open, the 2004 Northeast Pennsylvania Classic og the 2004 Pete Dye West Virginia Classic.
Hann vann sér inn kortið sitt á PGA Tour með því að verða í 2. sæti á peningalista Nationwide Tour árið 2004. Points lék á PGA Tour árin 2005 og 2006, en spilaði síðan aftur á Nationwide Tour árin 2007 og 2008. Á Miccosukee Championship árið 2008, setti hann niður 2. höggið sitt af brautinni á síðustu holunni á sunnudeginum með fleygjárni og lauk síðan mótinu með því að sigra Matt Bettencourt í umspili en það var 4. sigur hans á ferlinum. Points varð í 16. sæti á peningalistanum og var aftur kominn á PGA Tour árið 2009.
Points upplifði fyrsta árangur sinn á PGA Tour árið 2009. Hann var með 4 topp-10 sigra þ.á.m. landaði hann 3. sætinu á HP Byron Nelson Championship og lauk árinu í 66. sæti á peningalista PGA Tour.
Í febrúar 2011 vann Points fyrsta PGA Tour titil sinn á AT&T Pebble Beach National Pro-Am. Hann átti 2 högg á Hunter Mahan, sem m.a. var að þakka frábæru aðhöggi á par-5 14. holunni, sem hann setti síðan niður fyrir erni með glæsilegu pútti. Points vann líka pro-am hluta mótsins með áhugamanninum og leikaranum Bill Murray. Sigurinn m.a. hjálpaði til við að Points lauk keppnistímabilinu í 37.sætinu á peningalistanum, sem er besti árangur hans til dagsins í dag.
Points var í forystu á Wells Fargo Championship árið 2012 átti 1 högg á Rory McIlroy og Rickie Fowler fyrir lokahring mótsins. Örlögin höguðu því þó þannig að hann varð að fara í bráðabana við þá félagana og vann Fowler á 1. holunni með fugli.
Points hefir verið meðal efstu 100 á heimslistanum. Hann vann 2. titil sinn í gær á PGA mótaröðinni þegar hann sökkti 13 feta (4 metra) pútti á 72. holunni og bjargaði þar með pari og sigraði með 1 höggi!
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
