Evróputúrinn: Farangri Cabrera-Bello stolið
Kylfingar ferðast um heiminn og ferðalögin geta verið löng og nógu erfið þó ekki bætist á farangursþjófnaður eins og aumingja Rafa Cabrera-Bello, sem er frá Gran Kanaría, varð fyrir.
Hann varð að taka á sig krók á leið sinni á Maybank Malaysia Open eftir að töskum hans var stolið á leið á flugvöllinn.
Rafa varð að ferðast til London og þaðan til Madrid og svo aftur til London áður en hann komst um borð í 13 klst. flugið sitt til Kuala Lumpur og þetta var þeim mun sársaukafyllra þar sem mikið af persónulegum eigum hans þ.á.m. passanum var stolið.
„Ég var í lest frá heimili mínu í Sviss og á flugvöllinn þegar töskunum var stolið – þannig að allar persónulegar eigur mínar, passinn, peningar, kreditkort, tölvan, myndavélin, ipad-inn – öllu var stolið,“ sagði Cabrera-Bello. „Ég hafði mestu áhyggjurnar af passa-stuldinum.“
„Ég gat flogið til London þennan sama morgun þar sem ég var með spænsk skilríki á mér en í London var mér bent á að öruggara væri að ég færi til Spánar þar sem þetta var á sunnudegi og spænska sendiráðið lokað. Jafnvel þó þeir hefðu gefið út vegabréf hefði það ekki verið vegabréf með nýju örflögunni (ens.: chip) og ég þarf að fá svoleiðis vegabréf, þannig að ég varð að fara til Madrid og útvega nýtt vegabréf.“
„Ég flaug tilbaka til London þetta sama kvöld, var þar 1 nótt og flaug til Malasíu mánudagskvöldið og kom seint á þriðjudaginn. Þetta var svolítið stress vegna þess að ekki aðeins er þetta langt flug; ég var líka á ferðalagi allan daginn þar á undan – stressaður allan tímann vegna þess að ég vissi ekki hvort ég myndi ná þessu.“
„Ég missti allt – myndirnar mínar, tónlistina, adressubókina. Back-up-ið úr símaskránni var í tölvunni. Þetta var erfitt en ég vona að þetta verði það eina slæma í þessari viku.“
Þrátt fyrir allt stressið er Rafa búinn að spila hringi upp á 72 og 67 högg á Maybank Malaysia Open.
„Þetta er einn af uppáhaldsgolfvöllunum mínum og ég hlakka til þessarar viku allt árið,“ bætti Cabrera-Bello við að lokum. „Ég hef verið meðal efstu 5 hér tvívegis og á góðar minningar héðan.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
