Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy – 22. mars 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Peter McEvoy OBE, en hann er fæddur 22. mars 1953 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Hann er einn fremsti golfáhugamaður Bret, sigraði m.a. í The Amateur Championship 1977 og 1978.
McEvoy var jafnframt 5 sinnum í Walker liði Íra&Breta á árunum 1977-1989. Eins spilaði hann 5 sinnum í Eisenhower Trophy og vann einstaklingskeppnina 1988. Hann var sá áhugamaður, sem var með lægsta skorið á Opna breska 1977 og 1978 og fyrsti breski áhugamaðurinn til þess að komast í gegnum niðurskurð á The Masters 1978. McEvoy sigraði í Lytham Trophy 1979, the Brabazon Trophy 1980 og var í 2. sæti á The Amateur Championship 1987. Ennfremur var McEvoy fyrirliði Walker Cup liða Íra&Breta 1999 og 2001, en í bæði skiptin unnu liðin.
Í dag er McEvoy þekktari sem golfpenni og golfvallarhönnuður, en fyrirtæki hans hannaði m.a. Indiana golfvöll, Desert Springs golfklúbbsins í Almería á Spáni og Fota Island golfvöllinn á Írlandi þar sem Irish Open 2001 fór fram. McEvoy hefir gefið út bók „For Love or Money“ sem kom út 2006. Hann býr í Tewkesbury, Gloucestershire, í Englandi.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter Lawrie, 22. mars 1974 (39 ára); Scott Gardiner, 22. mars 1976 (37 ára) …. og …..
-
F. 22. mars
Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024




