LPGA: Jane Park leiðir eftir 1. dag Kia Classic – Yani Tseng svaf yfir sig og vísað úr mótinu
Það er bandaríski kylfingurinn Jane Park, sem leiðir eftir 1. dag Kia Classic mótsins, sem hófst í gær á golfvelli Aviara golfklúbbsins í Carlsbad, í Kaliforníu.
Jane Park spilaði á samtals 6 undir pari, 66 höggum á hring þar sem hún fékk 6 fugla og 12 pör.
Sumum kemur eflaust á óvart að Jane Park sé efst í mótinu, sem skartar öllum helstu stjörnum kvennagolfsins – en góður árangur Jane skýrist e.t.v. af því að hún er eiginlega á heimavelli, þar sem hún spilaði í 4 ár í bandaríska háskólagolfinu með UCLA (University of California, Los Angeles) og er e.t.v. sá keppandi sem þekkir Aviara golfvöllinn best.
Öðru sætinu deila vinkona og fyrrum liðsfélagi Eyglóar Myrru Óskarsdóttur, GO – hin sænska Caroline Hedwall og ástralska golfdrottningin Carrie Webb. Báðar eru þær höggi á eftir Jane Park, þ.e. léku á 5 undir pari 67 höggum, hvor.
Sjötta sætinu deila hvorki fleiri né færri en 12 kylfingar; allir á 4 undir pari, 68 höggum, en þeirra á meðal er önnur heimakona, bleiki pardusinn, Paula Creamer.
Heimsins besti kylfingur, Stacy Lewis er sem stendur í 16. sæti á 2 undir pari, 70 höggum …. og fyrrum nr. 1 Yani Tseng var vísað úr mótinu í gær vegna þess að hún svaf yfir sig og missti af Pro-Am hluta mótsins. Í blaðaviðtali sagðist Yani m.a. skammast sín, en hún er nú á fullu að æfa sig fyrir fyrsta risamót kvennagolfsins: Kraft Nabisco Championship, sem fram fer á Rancho Mirage þ. 4.-7. apríl n.k.
Til þess að sjá stöðuna á Kia Classic eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
