PGA Tour: Shawn Stefani leiðir á Tampa Bay Championship – Hápunktar og högg 1. dags
Það er PGA Tour nýliðinn Shawn Stefani sem leiðir eftir 1. dag Tampa Bay Championship styrkt af Ever Bank, sem er mót vikunar á bandaríska PGA. Leikið er í Innisbrook golfstaðnum á Copperhead í Palm Harbour, Flórída.
Shawn er ekki meðal „nýju strákanna á PGA 2013″ sem Golf 1 kynnir, því þar eru aðeins kynntir þeir sem urðu í 25. sæti eða jafnir í því sæti í Q-school, og hlutu þannig kortið sitt, m.ö.o. fullan keppnisrétt á PGA Tour 2013. Shawn Stefani var meðal 25 kylfinga, sem var efstur á peningalista Web.com Tour og komst þannig inn á PGA Tour. Reyndar varð Shawn í 6. sæti peningalistans eftir 2 sigra á Web.com í fyrra.
Hann byrjaði brösulega á PGA Tour, komst ekki í gegnum niðurskurð í fyrstu 2 mótunum, sem hann spilaði í, en náði síðan besta árangri sínum til þessa á PGA Tour þ.e. 39. sætinu á Puerto Rico Open nú s.l. helgi.
En nú er kominn nýr dagur og nýtt mót og Stefani er í efsta sætinu eftir 1. hring Tampa Bay Championship, spilaði á 6 undir pari, 65 glæsihöggum!!!
Hann á 2 högg á þann sem næstur kemur, Brian Harman, sem spilaði á 4 undir pari, 67 höggum.
Þriðja sætinu deila 3 góðir Tag Ridings (sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:), Brendan Steele og nýliði á PGA Tour frá því í fyrra Harris English (sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:) en allir eru þeir búnir að spila á samtals 3 undir pari, 68 höggum hver.
Sá þátttakandi mótsins, sem er hæstur á heimslistanum, nr. 3, Luke Donald, deilir sem stendur 14. sæti ásamt 11 öðrum, þ.á.m. Adam Scott og Jason Day, en þessi hópur er allur búinn að leika á 1 undir pari, 70 höggum.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Tampa Bay Championship SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Tampa Bay Championship SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg 1. dags á Tampa Bay Championship, sem Jordan Spieth átti SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
