Heimslistinn: Tiger gæti náð 1. sætinu aftur – sækir að Rory
Tiger Woods saxar á stigatölu heimsins besta, Rory McIlroy og vel gæti svo farið að hann nái 1. sætinu haldi fram sem horfir. Tiger er nú með 10, 48 stig á heimslistanum og er innan við 1 stig frá Rory, sem er með 11, 47.
Annars er staða efstu 7 á heimslistanum óbreytt:y Rory í 1. sæti; Tiger í 2. sæti; Luke Donald í 3. sæti; Brandt Snedeker í 4. sæti; Justin Rose í 5. sæti; Louis Oosthuizen í 6. sæti og Adam Scott í 7. sæti.
Í 8. sæti er breyting en þar er nú Steve Stricker, sem varð í 2. sæti á WGC Cadillac Championship, hækkar sig úr 13. sætinu.
Heimsmeistarinn í holukeppni, Matt Kuchar fer úr 8. sætinu niður í 9. sætið og Phil Mickelson er kominn inn á topp-10 þ.e. í 10. sætið úr 12. sætinu.
Lee Westwood fer úr 9. sætinu í 11. sætið; Ian Poulter fer úr 10. sætinu í það 12. og Bubba Watson úr 11. sætið í 13. sætið. Þannig að það eru smábreytingar á toppnum.
Scott Brown, sem sigraði á Puerto Rico mótinu á PGA Tour fer upp í 160. sætið úr 291. sætinu þ.e. hann stekkur upp heimslistann um 131 sæti!
Til þess að sjá stöðuna á heimslistanum í þessari viku SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
