PGA: Bolti Tiger lenti í pálmatré á 17. braut á 3. hring Cadillac-mótsins
Þetta er nokkuð sem eflaust einhverjir íslenskir kylfingar hafa reynt þegar þeir spila á suðlægari slóðum: að slá bolta sinn í pálmatré.
Það kom fyrir Tiger Woods á par-4 17. dogleg/hundslappar braut Bláa Skrímslisins á 3. degi WGC-Cadillac Championship. Hann húkkaði bolta sínum beint í pálmatré. Og hvað gera 14-faldir risamótsmeistarar þá?
Náð var í dómara, sem bað Tiger um upplýsingar um merkingu á boltanum hans og staðfesti stuttu síðar eftir að hafa skoðað boltann í gegnum sjónauka að þetta væri bolti Tiger, þarna uppi í pálmatrénu.
Tiger varð að taka víti, en náði engu að síður skolla á holuna, sem hann tók aftur stuttu síðar á erfiðu par-4 18. einkennisbraut Bláa Skrímlisins með fugli!
Svona gera bara snillingar!!!
Sigri Tiger verður þetta ekki aðeins 7. sigur hans á WGC-Cadillac Championship heldur líka 76. sigur hans á PGA Tour.
Hér í lokin smá tölfræði: Tiger leiðir í mótinu með 4 högg og hann hefir aldrei á ferli sínum tapað móti, þar sem hann hefir leitt með fleira en 3 höggum fyrir lokahring!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
