Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra lauk keppni á Juli Inkster Spartan Invite á næstbesta skori University of San Francisco
Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Francisco tóku þátt í 2 daga móti, Juli Inkster Spartan Invite, sem fram fór í Almaden Golf & Country Club, í San Jose, Kaliforníu, dagana 4.-5. mars, en mótinu lauk í gær. Þátttakendur voru 73 frá 14 háskólum.
Í gær var lokahringurinn spilaður. Eygló Myrra lék á samtals 239 höggum (85 74 80) og var á næstbesta skori USF í heildina tekið.
Það var Stanford háskóli sem bar sigur í liðakeppninni, en í 1. sæti í mótinu varð ný rísandi stjarna í bandaríska kvennagolfinu, frá Stanford háskóla, Mariah Stackhouse. Munið hvar þið sáuð nafn hennar fyrst …. hér á Golf 1, en hún þykir mikið framtíðarefni! Hún hefir m.a. átt skor upp á 10 undir pari, 61 högg í bandaríska háskólagolfinu!
Til þess að sjá úrslitin á Juli Inkster Spartan Invite mótinu SMELLIÐ HÉR:
Næsta mót Eyglóar Myrru og University of San Francisco er Dr. Donnis Thompson Invitational sem fram fer á golfvelli Kaneohe Klipper golfklúbbsins í Honolulu, Hawaii, dagana 12.-13. mars n.k.
Eygló Myrra fær aukinn stuðning í því móti en meðal áhorfenda verða foreldrar hennar.
Eygló Myrra mun síðan útskrifast frá University of San Francisco 18. maí n.k.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

