LPGA: Ai Miyazato dregur sig úr HSBC Champions í Singpúr vegna meiðsla í öxlum og háls eftir áreksturinn í Thaílandi
Mót vikunnar hjá bestu kvenkylfingum heims er Women´s HSBC Champions í Singapúr.
Í dag tilkynni japanski kylfingurinn Ai Miyazato (nr. 9 á Rolex-heimslistanum) að hún hefði dregið sig úr mótinu vegna meiðsla í öxlum og háls (þ.e. vegna whip-lash áverka) eftir árekstur 5 bíla á hraðbraut í Thaílandi, sem hún og 2 aðrir kylfingar, Suzann Pettersen (nr. 7 á Rolex-heimslistanum) og Paula Creamer (nr. 13 á Rolex-heimslistanum), lentu í þegar þær voru á leið út á flugvöll til að ná flugvélinni til Singapúr, eftir keppni á Honda LPGA Classic mótinu í Chonburi, Thaílandi.
„Ég er með verki í háls og öxlum, þannig að ég ætla að sitja hjá 1 mót svona sem öryggisráðstöfun,“ sagði Ai í fréttatilkynningu.
Vöðvi í háls Paulu Creamer tognaði og hún hlaut einni whip-lash áverka, en tók engu að síður þátt í myndatöku í gær ásamt LPGA kylfingunum SuzannPettersen, Angelu Stanford og nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Yani Tseng, sem lið í að kynna mótið (PR-dæmi).
„Mér hefir örugglega liðið betur einhvern tímann,“ sagði bleiki pardusinn (Paula Creamer). „Svona hlutir gerast og maður getur ekki haft stjórn á þeim. Ég fékk ansi slæma whip-lash áverka eftir að hafa fengið mesta höggið en ég reyndi bara að taka því rólega og vona að ég geti tíað upp á fimmtudaginn…. það var ansi undravert að við skyldum hafa getað gengið frá þessu nokkurn veginn heilar, en svona gerist bara.“
Suzann Pettersen slapp e.t.v. best því hún var í 5. og síðasta bílnum og gat komið sér hjá hörðu höggi.
„Við vorum bara heppnnar að hafa komist úr þessa án meiriháttar meiðsla,“ sagði Pettersen.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
