Úlfar Jónsson og Gauti Grétarson í heimsókn hjá Norðurlandsúrvalinu
Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari og Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari heimsóttu Dalvík í tilefni af æfingu Norðurlandsúrvals. Norðurlandsúrval er skipað fremstu og efnilegustu kylfingum á Norðurlandi, og hefur Heiðar Davíð Bragason umsjón með þessum æfingahópi og skipuleggur æfingar fyrir þennan hóp u.þ.b. tvisvar sinnum í mánuði.
Þrettán krakkar á aldrinum 13-17 ára voru á æfingunni, en æft var í inniaðstöðu GHD. Aðaláhersla dagsins var á líkamsþjálfun og líkamsmælingar með kine og k-vest búnaði sem Gauti hefur notað í sérhæfðri líkamsþjálfun sinni fyrir kylfinga. Búnaður Gauta mælir ýmsa hluti eins og tímaröðun, vöðvabeitingu og styrk, meðan á golfsveiflunni stendur. Í kjölfarið var hægt að sjá hvers konar líkamsæfingar leikmaður þurfti á að halda til að bæta sína tækni.
Eftir hádegi var líkamsþjálfun þar sem þátttakendur lærðu gagnlegar og sérhæfðar æfingar fyrir golfara. Í lok dags var boðið uppá fyrirlestur um líkamsþjálfun afrekskylfinga, mataræði, sem og afreksstefnu GSÍ og viðmið. Einnig var tekið til hliðsjónar og rætt hvað það er sem einkennir afreksíþróttafólk.
Heimsóknin heppnaðist vel, en mikill áhugi og góður efniviður er til staðar. Auk þess njóta norðanmenn mjög góðrar inniaðstöðu á Dalvík og Akureyri. Viðstaddir æfingarnar voru þjálfarar leikmanna í hópnum, auk fjölmargra foreldra og aðstandenda sem hlýddu á fyrirlestrana.
Heimild: golf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
