Thorbjörn Olesen. Thorbjørn Olesen með mikið sjálfstraust eftir 2. sætið í Abu Dhabi
Kylfingurinn danski Thorbjørn Olesen er, þótt ungur sé að árum, búinn að fá spilareynslu á rismótum golfsins. (Sjá m.a. kynningu Golf1.is á Olesen með því að SMELLA HÉR)
Á s.l. ári spilaði Olesen þannig á Opna breska og varð T-9 (þ.e. jafn öðrum í 9. sæti) og lauk keppni í 27. sæti á PGA Championship. Olesen getur ekki beðið eftir næsta risamóti.
„Eftir að hafa spilað í þessum risamótum veit ég hvað ég þarfnast til þess að keppa á hæsta stigi (leiksins). Að verða í 2. sæti í Abu Dhabi, meðal leikmanna, sem eru heimsins bestu kylfingar, hefir gefið mér sjálfstraust,“ sagði Olesen.
„Nú hlakka ég til að spila í Bandaríkjunum vegna þess að ég elska stemmninguna sem þeir eru með í hverju móti.“
Bandarískir golfaðdáendur eru vísir til að falla unnvörpum fyrir hinum brosmilda Olesen.
„Að spila á hæsta stigi leiksins mun ekki breyta mér. Ég mun eftir sem áður fara og njóta hvers hrings,“ sagði Olesen.
Þess mætti geta að formaður leikmannanefndar Evrópumótaraðarinnar, Thomas Bjørn, hefir ofurtrú á Olesen, landa sínum en hann lét m.a. hafa eftir sér: „Thorbjørn hefir allt til þess að verða einn af bestu kylfingum heims.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
