Aron Pálmarsson íþróttamaður ársins – enginn kylfingur meðal 10 efstu í kjöri á íþróttamanni ársins 2012
Nú í kvöld var íþróttamaður ársins 2012 kjörinn í beinni á RÚV. Þessir hlutu tilnefningar:
Alfreð Finnbogason, atvinnumaður í fótbolta í Heerenveen, Hollandi.
Aron Pálmarsson, atvinnumaður í handbolta í Kiel, Þýskalandi.
Auðunn Jónsson, kraftlyftingamaður úr Breiðabliki.
Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni 62,67 setti Íslandsmet.
Ásgeir Sigurgeirsson, atvinnuskytta í Groß- und Kleinkaliber Hannover.
Gylfi Þór Sigurðsson, atvinnumaður í fótbolta með Tottenham Hotspur.
Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, Evrópumeistari í hópfimleikum.
Jón Margeir Sverrisson, sundmaður og gullmedalíuhafi á Olympíuleikunum.
Kári Steinn Karlsson, langhlaupari úr Breiðabliki.
Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrnukona Westham City Wonderers í Ástralíu og Malmö í Svíþjóð og þar áður Breiðablik.
Athygli vekur að enginn kylfingur er meðal 10 efstu, en í fyrra var Ólafur Björn Loftsson, NK, meðal 10 efstu íþróttamanna SMELLIÐ HÉR:
Heiðurshöll ÍSÍ bættist íþróttamaður nr. 2 þ.e. Bjarni Ásgeir Friðriksson, júdókappi en Vilhjálmur Einarsson var búinn að vera einn í höllinni um drjúgan tíma. Eins varð Vala Flosadóttir, stangarstökkvari fyrsta íslenska konan til að hljóta inngöngu í heiðurshöllina.
Sigurður Þórólfsson var eini kylfingurinn í aðalhlutverki þetta kvöld, sem formaður Samtaka íþróttafréttamanna sem standa ár hvert fyrir kjörinu á íþróttamanni ársins.
Sigurður er ágætis kylfingur og er s.s. flestir vita í GL. Hann kynnti m.a. lið ársins 2012:
Kvennalið Breiðabliks í hópfimleikum (Hlutu 22 af 23 atkvæðum)
Þetta er í 56. skipti sem titillinn Íþróttamaður ársins er veittur, en kylfingi hefir aldrei hlotist sá heiður.
Sigurður kynnti jafnframt þann sem hlaut titilinn Þjálfara ársins 2012: Alfreð Gíslason, sem er vel að þeim titli kominn en Aron Pálmarsson tók við verðlaununum f.h. þjálfara síns.
Síðan ljóstraði Sigurður Þórólfsson upp um þá, sem urðu í 3 efstu sætunum:
3. sæti 267 stig Jón Margeir Sverrisson.
2. sæti 279 stig Ásdís Hjálmsdóttir.
1. sæti 425 stig Aron Pálmarsson, handboltakappi í Kiel, sem er vel að sigrinum kominn.
Aron sagðist í viðtali eftir útnefninguna ekki hafa átt von á þessu, kannski bæði og en sagði að maður mætti ekki hafa of miklar vonir til að vinna titilinn Íþróttamaður ársins. Aroni fannst afrek Kiel að vinna alla leiki á síðasta ári, vinna síðustu 3 árin með Kiel og fá að vera á Olympíuleikunum standa upp úr 2012. Leikurinn gegn Ungverjum sagði Aron vera mestu vonbrigðin. Aron er 22 ára og aðspurður hvað væri eftir sagði hann ætlaði bara að gera þetta aftur:-) Eins sagði Aron ekki enn vera búinn að vinna til gullverðlauna með landsliðinu og það er það sem Aron vill upplifa í framtíðinni. Það eru 23 í landsliðshópnum og Aron finnst vandræðalegt að vera yngstur. En Aron fagnar því að hljóta aukna ábyrgð sem fylgir titlinum Íþróttamanni ársins.
Aron er bara í 1 orði – FRÁBÆR.
Aron Pálmarsson – stolt Hafnarfjarðar – TIL HAMINGJU ARON!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

