Martin Kaymer og Bruno Spengler í skemmtilegri keppni þar sem BMW, golf og sleðar koma við sögu – Myndskeið
Þýski kylfingurinn snjalli Martin Kaymer og DTM sigurvegarinn Bruno Spengler hittust nú um jólin í mjög svo óvenjulegri keppni.
Fyrst var kappakstur á BMW-um í 2000 m hæð yfir sjávarmáli í Ölpunum og ekki laust við að Kaymer hafi beitt golfkunnáttunni og svindlað svolítið!
Síðan tók við heldur óvenjuleg golfkeppni …… þar sem já, hummm Bruno Spengler hafði betur.
Úrslitin réðust því í snjósleðaferð niður brekku. Og eftir hana var allt jafnt þó báðir hafi talið sig vinna!
Eftir keppnina sagði Spengler m.a. um Kaymer: „Martin var erfiður andstæðingur en ég vissi það nú fyrir þessa keppni. Ég hef áhuga á golfi og horfði á hann setja niður púttið mikilvæga í Ryder bikarnum þegar lið Evrópu vann undir mikilli pressu. Og í dag sýndi hann enn einu sinni hversu svalur hann er. Að keppa við Martin (Kaymer) og allar áskoranirnar var skemmtilegt.“
Kaymer hafði líka álit á Spengler. „Síðan í dag – í síðasta lagi – veit ég af hverju Bruno (Spengler) sigraði DTM titilinn. Hann hreinlega neitar að gefast upp og berst til síðustu sekúndu,“ sagði Kaymer. „Baráttan við hann var erfiðari en margar af þeim sem ég hái á golfvellinum. Það eru þessar keppnir milli íþróttamanna, sem mér finnst virkilega gaman að.“
Til þess að sjá skemmtilegt myndskeið frá keppni þeirra Kaymer og Spengler SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
