Pizzagerðarmaðurinn Popovic leiðir fyrir lokahring Australian PGA
Það er ástralski kylfingurinn Daníel Popovic, sem er einn í forystu fyrir lokahring Australian PGA.
Popovic hefir 2 högga forystu á þann sem næstur kemur, landa sinn Anthony Brown. Popovic er búinn að leika á samtals 13 undir pari, 203 höggum (64 70 69).
Það er ekki svo langt síðan að Popovic var að búa til pizzur hjá Pompeo’s í Doncaster East í Melbourne, Ástralíu.
„Ég hef búið til pizzur í 5 ár og ég vann sem umferðarlögga í nokkra mánuði til þess að ná saman peningunum til þess að komast á Q-school Evrópumótaraðarinnar 2010,“ sagði Popovic.
Mamma Popovic, Mila grét eftir að sonur hennar náði að spila á 64 á fyrsta hrignum og hún var of taugaóstyrk til þess að horfa á framhaldið í sjónvarpinu. Pabbi Popovic, Radi, var á spítala til þess að láta draga sér blóð til krabbameinsrannsókna og missti líka af 1. hring sonarins. Hann er svo flughræddur að hann getur ekki horft á son sinn spila á Coolum golfvellinum, þar sem mótið fer fram.
Ástralskir fjölmiðlar hafa gert sér mat úr pizzastarfi Popovic m.a. var fyrirsögn ástralska blaðsins Herald Sun: „Pizza man Daniel Popovic dreams of big dough at Australian PGA“ (sem útleggst eitthvað á þessa leið á okkar ylhýra: Pizzamaðurinn Daníel Popovic dreymir um stóra deigið (þ.e. mikla peninga) á ástralska PGA).
Brown hins vegar er á 11 undir pari, 205 höggum (73 68 64), spilar sífellt betur og átti m.a. glæsihring upp á 64 fyrr í morgun.
Þriðja sætinu deila sigurvegari Australian Open í ár Peter Senior og Matthew Griffin, eru 3 höggum á eftir Popovic.
Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Australian PGA SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
