Frægt högg Ben Hogan á 18. braut Merion golfvallarins þegar hann vann Opna bandaríska 1950 Hver er kylfingurinn: Ben Hogan? (1/9) 6. grein af 24 um „The Match“
Hér verður fram haldið kynningu á einni af 4 aðalsöguhetjum í bók Mark Frost: “The Match – The day the game of golf changed forever.” Ben Hogan var annar af 2 atvinnumönnunum (hinn var Byron Nelson) sem kepptu við tvo áhugamenn í fjórleik (þ.e. Ken Venturi og Harvie Ward sem þegar hafa verið kynntir til sögunnar) vegna veðmáls milljónamæringanna Eddie Lowery og George Coleman, árið 1956, en Eddie taldi að enginn gæti sigrað tvo starfsmenn sína, áhugamennina Venturi og Ward í fjórleik. Coleman tók veðmálinu og mætti með þá Ben Hogan og Byron Nelson, sem er líkt og hann hefði mætt með Rory McIlroy og Luke Donald til að keppa við einhverja áhugamenn í dag.
Kynningin á Ben Hogan er nokkuð löng (í 9 hlutum) en við verðum að átta okkur á því að Ben Hogan er svona einskonar Rory eða Tiger síns tíma.
William Ben Hogan (f. 13. ágúst 1912 – d. 25. júlí 1997) var bandarískur kylfingur og er almennt álitinn einn af bestu kylfingum golfsögunnar. Ben Hogan og tveir aðrir frábærir kylfingar þess tíma, Sam Snead og Byron Nelson fæddust allir innan 6 mánaðar tímabils. Hogal er þekktur fyrir djúpstæð áhrif sín á kenningar um golfsveifluna og goðsagnarkennda slátt sinn, en fyrir þann hæfileika er hann en til dagsins í dag þekktur meðal leikamanna og aðdáenda sinna.
Ben Hogan vann 9 risamót, en hann og Gary Player eru þeir kylfingar sem eru 4. í röðinni yfir þá sem unnið hafa flest risamót. Aðeins Jack Nicklaus (18), Tiger Woods (14) og Walter Hagen (11) standa þeim Hogan og Player framar.
Ennfremur er Hogan einn af aðeins 5 kylfingum sem hefir unnið öll 4 risamótin (the Masters Tournament,Opna breska, Opna bandaríska, PGA Championship). Hinir 4 eru: Gene Sarazen, Gary Player, Jack Nicklaus and Tiger Woods.
Ævi Hogan hefir verið kvikmynduð í myndinni Follow the Sun frá árinu 1951.
Ben Hogan fæddist í Stephenville, Texas og var þriðja og yngsta barn Chester og Clöru (Williams) Hogan. Pabbi hans var járnsmiður og fjölskyldan bjó 10 mílur suðvestur af Dublin þar til 1921 þegar þau fluttust 70 mílur (112 km) í norð-austur, til Forth Worth, Texas. Eftir að pabbi Ben framdi sjálfsmorð 1922 varð fjárhagur fjölskyldunnar mjög knappur og börnin urðu að fara að vinna til þess að hjálpa saumakonunni móður sinni. Eldri bróðir Ben, Royal, hætti í skóla 14 ára til þess að færa skrifstofugögn milli ýmissa skrifstofa í Forth Worth á hjóli sínum og hinn 9 ára ungi Ben seldi dagblöð eftir að skólanum lauk á nálægri járnbrautarstöð. Vinur Ben benti honum á að takastöðu sem kylfusveinn í Glen Garden Country Club, sem var 9 holu völlur 11 km í suður. Ben var ráðinn kylfusveinn 11 ára ungur.
Pabbi Ben Hogan framdi sjálfsmorðið þegar Ben var 9 ára. Sumir vilja halda því fram að faðir Ben hafi framið sjálfsmorðið að honum ásjáandi (þ.á.m. ævisöguritari Hogan, James Dodson) og allir hafa talið það ástæðu innhverfs persónuleika Ben seinna á ævinni.
Í Glen Garden kynntist Ben, Byron Nelson, sem líka starfaði þar sem kylfusveinn. Þeir tveir áttu eftir að verða bestu kylfingar síns tíma. En meðan þeir voru ungir spiluðu þeir í árlegu jólamóti kylfusveina í desember 1027, þegar báðir voru 15 ára. Nelson setti niður 30 feta pútt og jafnaði á 9. og lokaholunni. Í stað bráðabana tóku þeir aðrar 9 holur; Nelson setti niður annað langt pútt á lokaholunni og vann með 1 höggs mun. Næsta vor var Nelson veittur eina félagsaðildin að klúbbnum sem Glen Garden veitti unglingum. Skv. reglum klúbbsins máttu kylfusveinar ekki vera eldri en 16 ára þannig að eftir águst 1928 fór Hogan aðallega að spila á 3 golfvöllum í nágrenninu: Katy Lake, Worth Hills og Z-Boaz.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
