Hættulegustu golfvellir heims (5. grein af 10)
Næst er ferðinni haldið í Singapore Island Country Club, en golfvöllurinn þar er með hættulegustu í heiminum.
Þetta er sögufrægur golfklúbbur, sá elsti og einn af virtustu klúbbunum á eyþjóðinni Singapore. Þar hafa kylfingar orðið fyrir árásum ýmissa villtra dýra.
Frægt er atvik, sem átti sér stað fyrir 30 árum, þegar kylfingurinn Jim Stewart stóð andspænis 3 metra löngum cobra …. ekki dræver heldur alvöru cobraslöngu.
Hann drap hana en horfði sér til skelfingar þegar annar snákur skreið úr kjafti snáksins.
Það hefir margt breyst í Singapore síðan 1982 en hringur á vellinum er enn ævintýri og óvissuferð.
Nú til dags eru félagar varaðir við villigöltum sem ráfa um völlinn og geta verið afar hættulegir. Besta ráðið er að ganga rólega í burtu þegar rekist er á slík villisvín.
Meðal staðarreglna í Singapore Island Country Club er að allur uppgröftur af völdum villisvína, apa eða annarra villtra dýra beri að líta á sem „grund í aðgerð.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
