GOS: Hlynur Geir kylfingur ársins og Alexandra Eir efnilegasti kylfingur GOS – Símon Leví hlaut háttvísibikarinn
Á aðalfundi Golfklúbbs Selfoss er hefð fyrir því að veita viðurkenningu fyrir Kylfing ársins, Efnilegasta kylfinginn, mestu lækkun forgjafar og Háttvísisbikar GSÍ, sem var gefinn af Golfsambandi Ísland til GOS á 40 ára afmæli klúbbsins 2001.
Hlynur Geir Hjartarson var valinn kylfingur ársins, en Hlynur varð stigameistari GSÍ 2012. Einnig setti Hlynur glæsilegt vallarmet í Meistaramóti GOS; 62 högg og um leið mótsmet Meistarmótsins eða 19 högg undir pari á fjórum hringjum.
Alexandra Eir Grétarsdóttir var valin Efnilegasti kylfingur GOS 2012. Alexandra hefur náð miklum framförum og árangri í sumar. Sigraði t.d á Áskorendamótaröð GSÍ 2012 og varð Klúbbmeistari GOS 2012 í kvennaflokki.
Alexandra fékk einnig bikar fyrir mesta lækkun forgjafar fyrir árið 2012 en hún lækkaði úr forgjöf 26,4 í 13,2 eða 12,9 högg sem er frábært. Alexandra er hluti af Framtíðarhóp GOS.
Þá fékk Símon Leví Héðinsson (á mynd hér að neðan í t.v. í grárri peysu) Háttvísisbikar GSÍ, en Símon hefur ná miklum framförum í sumar og er sannur heiðursmaður á golfvelli. Heimild: gosgolf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

