Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2012 | 15:00

„Tveggja hanska“ Gainey sigraði á Pebble Beach Invitational

Tommy Gainey setti niður 3 feta fugl á 18. holu og spilaði lokahringinn á 3 undir pari, 69 höggum þegar hann sigraði s.l. sunnudag, Kirk Triplett og William McGirt á Pebble Beach Invitational.

Tommy Gainey með verðlaunagripinn úr Pebble Beach Invitational í nóvember 2012.

Gainey, sem nefnist „Tveggja hanska“ Gainey vegna svartra golfhanska sem hann er alltaf með á báðum höndum lauk keppni á samtals 11 undi pari, 277 höggum, þrátt fyrir að hafa verið 2 höggum á eftir forystumanni 3. hrings Robert Streg.

„Ég horfði á skortöfluna og vissi að ég þarnaðist púttsins til þess að sigra,“ sagði Gainey, sem náði fyrsta sigri sínum á PGA Tour í síðasta mánuði þegar hann bar sigur úr býtum í McCladrey Classic með lokahring upp á  60. „Ég var ánægður með að púttið fór í.“

Triplett, sem var í forystu þegar mótið var hálfna var á 68 höggum lokahringinn.McGirt var á 69 höggum lokahringinn.

McGirt og Triplett sem voru í hollinu á undan Gainey misstu báðir af fugli á 18. braut og fóru í 11 undir.

„Ég reiknaði út að ef ég væri 10 undir pari, myndi ég eiga möguleika á sigri,“ sagði Triplett, sem vann í fyrsta sinn á Champions Tour í sumar, einmitt á Pebble Beach á First Tee Open mótinu.

Gainey sem fyrr á keppnistímabilinu var í 3. sæti á Crowne Plaza Invitational,  sló seinna höggið sitt á  par-5 18. holunni í sandglompu. En með mjúkri sveiflu setti hann boltann alveg að pinna úr bönkernum.

„Ég er býsna góður bönkerleikmaður,“ sagði Gainey, sem vann  $60,000  (6,5 milljónir íslenskra króna) af $300,000 (u.þ.b. 39 milljón íslenskra króna) pottinum sem í boði var. „Það er ekki hægt að biðja um meira en að sigra á Pebble Beach.“

Heimild: Golf Channel