Viðtalið: Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG.
Viðtalið í kvöld er við einn af bestu kylfingum landsins, Alfreð Brynjar Kristinsson. Hér fer viðtalið:
Fullt nafn: Alfreð Brynjar Kristinsson.
Klúbbur: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG).
Hvar og hvenær fæddistu? Ég er fæddur í Reykjavík, 22 janúar 1985.
Hvar ertu alinn upp? Myndi segja Mosfellsbær, en hef verið mikið á ferðinni. Átti heima í Danmörku, Álaborg og Horsens þegar ég var yngri. Svo fór ég í háskóla nám til Norður Karólínu, USA.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Kvæntur Hönnu Sesselju Hálfdandardóttir. Það spila nánast allir í fjölskyldunni golf. Forgjöf í fjölskyldunni ef ég man þetta rétt er eftirfarandi: Pabbi 6, Mamma 28, Kristinn 9, Ólafía +1,5.

Alfreð Brynjar, ásamt kaddý og systur á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar, 28. maí 2011 uppi á Skaga. Mynd: Golf 1.
- Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég fékk golfsett í jólagjöf þegar ég var 12 ára, en byrjaði ekki að spila golf almennilega fyrr en ég var 15 ára.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Pabbi tók mig og Kristinn bróðir með á æfingasvæðið, svo löbbuðum við oft með honum hringinn í Mosó (GKj).
Hvað starfar þú / Ertu í námi ef svo er hvaða? Ég starfa sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Reynd ehf, snilldar fyrirtæki. Reynd sérhæfir sig í ráðgjöf, innleiðingum og þjónustu á viðskiptahugbúnaði.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Bæði hefur sinn sjarm, þannig að finnst ekki vera hægt að gera upp á milli.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Holukeppni, þar sem maður spilar oftar betra golf.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? GKG, GK, GKj.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Tobacco Road, NC (Norður-Karólínu) – Mæli með að spila þennan ef menn eru í NC.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? DeerCroft, NC. Þegar maður skoðar skorkortið þá er völlurinn mjög stuttur, en svo er völlurinn mikill skógarvöllur þannig að það er ekki hægt að nota Driver, 3-tré af teig, þar sem völlurinn er mikið í dog-leg og rosalega þröngur.
Hvað ertu með í forgjöf? +1
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? Í móti er það: GS 66 (2x), GV 66. Annars þegar ég var að leika mér Himmerland New Course, Danmörku, 66 (-7)
Hvert er lengsta drævið þitt? Lengsta mælda teighögg sem ég veit um 347 metrar, í dræv-keppni Fort Lauderdale, vann keppnina 🙂
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Stigameistari 2009, Klúbbmeistari GKG nokkrum sinnum.
Hefir þú farið holu í höggi? Já, 7 sinnum. Fyrsta skipti í Skotlandi (Scottish Youth), var kallaður Alfreð „Ace“ Kristinsson í mótinu eftir það.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Eitthvað hollt og gott, sem heldur blóðsykrinum og orkunni í góðu standi.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, frjálsum íþróttum, handbolta. Syndi reglulega núna og stunda Rope Yoga.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Jólamaturinn ala Alfreð og Hanna.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Ólafía Þórunn og Fred Couples.
Hvert er draumahollið? Seve Ballasteros, Greg Norman, Tiger Woods og Ég
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?
Adams driver 9,5°
Callaway x-forged járn P-4j, sköft: Proje ct X 6.5.
Snake Eyes wedgar 52°, 56°, 60°.
Ping Anser 2i pútter
Uppáhaldskylfan er klárlega pútterinn, hann er að skila skorinu á góðum dögum!
- Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, ég er hjá Derrick Moore og hef verið hjá honum síðustu árin.
Ertu hjátrúarfullur? Já og nei, ekkert alvarlegt.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Að hafa gaman af því og ná að sýna hvað í mér býr.
Hvað finnst þér best við golfið? Hreinsar hugann og góð hreyfing.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? Myndi skjóta á 80% en maður þarf auðvitað að þjálfa líkamann, sveifluna og tilfinninguna fyrir höggum til þess að ná langt.
Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Vera dugleg að æfa sig og að „rétt“ æfing skapar meistarann.
Að lokum: Hvað er framundan í framtíðinni í golfinu hjá þér? Hafa gaman af golfinu og sjá til hvort að það detta inn sigrar í stórmótunum
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024







