Rickie Fowler
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2012 | 09:30

Rickie Fowler í nýrri Red Bull auglýsingu – myndskeið

Kylfingurinn Rickie Fowler er einn af þeim ofurtöffurum meðal íþróttamanna, sem eru á samningi hjá Red Bull orkudrykkja-framleiðandanum.

Aðrir kylfingar sem eru á samningi hjá Red Bull er m.a. hin unga Lexi Thompson.

Nú hefir Red Bull fengið nokkra af íþróttamönnunum, sem eru á samningi hjá þeim til þess að taka þátt í næstum 6 mínútna auglýsingu, myndskeiði sem e.t.v. er svalasta Rube Goldberg-machine myndskeið sögunnar.

Auk Rickie koma m.a. fram íþróttamennirnir Lolo Jones og Ryan Sheckler í þessu myndskeiði sem fyrirtækið nefnir „The Kluge.“

Þar sjást íþróttamennirnir m.a. stökkva úr flugvélum og Rickie Fowler pitch-ar af 23 metra færi beint ofan í holu.

Til þess að sjá Red Bull auglýsinguna SMELLIÐ HÉR: