Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2012 | 11:00

Rory McIlroy þykir líklegur til að verða valinn „kylfingur ársins“ bæði á Evrópumótaröðinni og PGA Tour

Heimsins besti Rory McIlroy er nú talinn líklegastur til að hreppa titilinn Kylfingur ársins bæði á PGA Tour og Evrópumótaröðinni.

Það voru vonbrigði fyrir Rory fyrir 2 árum að hljóta ekki titilinn „nýliði ársins“ en í ár virðist erfitt að ganga framhjá Rory sem kylfingi ársins þar sem hann er nr. 1 á heimslistanum, hlaut 2. risamótstitil sinn á árinu og er efstur á peningalistum beggja mótaraða.

Rory McIlroy og Tiger Woods eru meðal fimm kylfinga sem PGA Tour hefir tilnefnt til POY þ.e. kylfings ársins viðurkenningarinnar, en það eru leikmenn PGA Tour sem velja leikmann ársins.

Hinir sem tilnefndir eru til PGA Tour „Kylfings ársins“ viðurkenningarinnar eru Brandt Snedeker, sigurvegari Masters Bubba Watson og Jason Dufner.

Rory McIlroy þykir líka líklega til að hljóta titilinn PGA of America ‘Player of the Year’ og ef hann nær þeirri viðurkenningu myndi hann enn feta í fótspor Luke Donald, sem hlaut hana á síðasta ári.

Forsvarsmenn Evrópumótaraðarinnar munu hittast snemma í næsta mánuði og velja „Kylfing ársins“ á Evrópumótaröðini og enn er Rory líklegur til að hljóta því verðlaun, í fyrsta sinn á stuttum 5 ára ferli sínum sem atvinnumanns.

Önnur verðlaun og viðurkenningar sem Rory þykir líklegur til að hljóta í ár eru viðurkenning Golf Writers Association of America (GWAA) award, en hljóti hann þau þykir ólíklegra að blaðamenn í Evrópu veiti honum sína viðurkenningu þ.e Association of Golf Writers (AGW) trophy, en þar ofarlega á blaði er Ryder Cup lið Evrópu.