Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2012 | 14:00

GB: Golfklúbbi Borgarness veitt verðlaun fyrir bestan frágang lóðar við atvinnuhúsnæði

Laugardaginn s.l., 10.11.12 var haldinn Umhverfisdagur Borgarbyggðar.

Á þeim degi voru m.a. eftirfarandi verðlaun og viðurkenningar veitt:

1. Fyrir bestan frágang lóðar við íbúðarhúsnæði.
2. Fyrir bestan frágang lóðar við atvinnuhúsnæði.
3. Fyrir snyrtilegasta bændabýlið.
4. Sérstök viðurkenning umhverfis- og skipulagsnefndar.

Hamarsvöllur fékk loks verðskulduð verðlaun fyrir annan lið, þ.e. bestan frágang lóðar við atvinnuhúsnæði,  enda að verða náttúrperla í hjarta byggðarinnar.

Það sannar heimsókn yfir tíuþúsunda golfara sem að keyrðu víðs vegar að á liðnu sumri til að njóta vallarins og umhverfisins.

Flott aðdráttarafl fyrir byggðarlagið því þessir gestirnir vörðu 5-7 tímum á svæðinu og mjög oft voru einhverjir samferða þeim, sem ekki léku golf og notuðu því aðra frábæra íþróttaaðstöðu í Borgarnesi eins og Íþróttamiðstöðina eða verslanir á staðnum…. t.a.m. bakaríið góða.