Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2012 | 04:30

PGA: Charlie Beljan leiðir þegar Children´s Miracle Network Hospitals Classic er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags

„Eitt högg í viðbót, ein hola í viðbót. Það er eflaust það sem Charlie Beljan sagði við sjálfan sig áður en honum var komið á sjúkrahús með hraði eftir hring hans nú í nótt á the Children’s Miracle Network Hospitals Classic, á Lake Buena Vista í Flórída.“

Svona hefst ágætis grein eftir fréttamann PGA Tour, Brian Wacker um baráttu Charlie Beljan nýliða á PGA Tour, sem leiðir þegar mótið er hálfnað.  Golf 1 hefir áður verið með kynningu á Beljan sem rifja má upp með því að SMELLA HÉR:

Áður en lengra er haldið eru hér upplýsingar fyrir þá sem ekki vilja lesa áfram en hafa aðeins hugsað sér að sjá stöðuna  eða myndskeið um samantekt 2. hrings og högg 2. hrings.

Til að sjá stöðuna eftir 2. dag Children’s Miracle Network Hospitals Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags Children’s Miracle Network Hospitals Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 2. dags á Children’s Miracle Network Hospitals Classic, sem er örn Davis Love III  SMELLIÐ HÉR: 

Hér er síðan framhaldið á góðri grein Brian Wacker um baráttu Charlie Beljan á 2. hring mótsins: 

„Beljan átti í vandræðum með að ná andanum, hann var með aukinn hjartslátt, háan blóðþrýsting og doða í handleggjum. Mörgum sinnum á hringnum hneig hann niður og barðist við að ná andanum eða varð að setjast á brautina  til að hvíla sig og bakkaði í burtu frá því að slá högg.

 „Hann hélt áfram að segja að hann héldi að hann myndi deyja,“ sagði kylfusveinn Beljan, Rick Adcox. „Nokkrum sinnum hélt ég að líða myndi yfir hann. Hann sagði bara: „Ég ætla að halda áfram þar til ég líð út af eða þeir reka mig af vellinum.“

Það að Beljan lauk hringnum var ekkert minna en undravert. Að gefnum aðstæðum, því að hann var á 64 og leiðir með 3 höggum þá er þetta kraftaverk (enda mótið kennt við þau! 🙂  )

„Hann var að reyna að standa uppréttur,“ sagði Ed Loar, spilafélagi Beljan. „Vonandi verður allt í lagi með hann. Þetta var ansi furðulegt.“

Beljan sagði seint í gær að enn væri á dagskrá hjá sér að spila 3. hringinn.

„Svo lengi sem þeir segja mér ekki að ég muni detta niður og deyja,“ sagði Beljan í símaviðtali við Golf Channel. Ég er að vona að þetta hafi aðeins verið kvíðakast.“

Beljan bætti við að hann hafi fengið minniháttar kvíðaköst á undanförnum vikum. Hann er nýorðinn faðir en kona hans Merisa fæddi fyrsta barn þeirra hjóna aðeins fyrir 7 vikum og hann hóf vikuna í 139. sæti á peningalistanum og framtíð hans á Túrnum í hætti. Aðeins með því að ná 125. sætinu mun hann halda fullum keppnisrétti á PGA Tour.

„Við erum að bíða eftir niðurstöðum rannsókna og röntgenmynda,“ sagði umboðsmaður Beljan, Andy Dawson í sms-i. „Honum verður líklega sleppt út af spítalanum samdægurs (þ.e. föstudaginn) en ef ekki þá er enn á dagskrá hjá honum að spila (á laugardag). Honum líður mun betur.“

Vanlíðan nýliðans 28 ára (Beljan) hófust jafnvel áður en hann byrjaði að spila. Beljan hringdi á bráðaliða meðan hann var að hita upp á æfingasvæðinu, en hann ákvað að tía upp og spila.

Eftir að hafa náð inn á flöt á par-5 brautinni á Palm golfvellinum í 2 höggum, sagði Beljan við kylfusvein sinn að sér liði ekki vel. Þrátt fyrir að setja niður fyrir erni sagði Beljan að sér liði enn illa.

Eftir 9 holur hringdi hann enn á bráðaliðana. Þeir tóku blóðþrýsting hans og könnuðu önnur lífsmörk á við 10. holu.

„Ég veit ekki hvernig hann sló boltann eins og ásigkomulagið var á honum,“ sagði Adcox. „Ég hélt að hann myndi hætta þegar hann fékk að vita hver blóðþrýstingur hans var.“

Beljan hélt áfram að spila.

Hann fékk fugl á 10. og öðrum erni sínum á par-5, 11. holunni.

Beljan bætti við tveimur öðrum fuglum á nr. 13 og 14 og var á 2. lægsta skori sínu á árinu, aðeins hringur upp á 62 var betri hjá honum á The Greenbrier Classic, þar sem hann lauk keppni T-3.

„Þegar ég lauk við 15. braut snerist allt á verri veg,“ sagði Beljan. „Að draga mig úr mótinu var nokkuð sem ég hafði í huga, en í huga mér vissi ég að ef ég héngi inni væri læknisliðið þarna rétt hjá.“

Adcox, sem hefir verið á poka Beljan allt síðan á The Greenbrier Classic, sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem hann hefði séð Beljan með þessi einkenni.

Á síðasta ári var Beljan hins vegar að berjast við Coccidioidomycosis — sveppasýkingu sem getur valdið flensueinkennum og útbrotum. Í síðasta mánuði sbr. Adcox varð Beljan líka að leggjast inn á sjúkrahús eftir að það leið yfir hann í flugi frá Las Vegas.

Adcox sagði að læknar hefðu ekki greint Beljan eftir þetta tilvik en atvikin á föstudaginn hefðu svo sannarlega vakið skelfingu.

„Ég sá það í augunum á honum (að eitthvað var að),“ sagði Adcox. „Þetta hefir ekki verið góður dagur, nema fyrir skorið.“ (Beljan var á 8 undir pari, 64 höggum!)

Það var líklega það eftirtektarverðasta varðandi þetta síðdegi hjá Beljan. Hann fór út á 31 höggi með þrjá fugla og örn og spilaði síðan fyrstu fimm holurnar á seinni 9 á 4 undir pari.

„Ég var alls ekki að hugsa um golf,“ sagði Beljan. „Mér fannst ég berjast fyrir lífi mínu.“

Beljan fékk aðeins tvo skolla og er í góðri stöðu með að halda kortið sitt á PGA Tour þegar mótið er hálfnað.

„Hann var svo sannarlega að spila gott golf,“ sagði Ed Loar, spilafélagi Beljan. „Hann sló fjögur bestu járnahögg sem ég hef séð á par-5 brautum. Það var æðislegt að horfa á.“

Beljan var sér þess ekki einu sinni meðvitaður hversu vel hann spilaði. Það eru fáar skortöflur á Palm golfvellinum og hann vissi ekki að hann var í forystu jafnvel eftir að hringnum var lokið. Jafnvel þá var hann varla í sambandi.

Hann varð að stoppa til að ná andanum miðja vegu milli 18. holu og skortöfllunnar og seinna settist hann niður á sófa og grét.

Mínútum eftir að hann skrifaði undir skorkort sitt var Beljan borinn af velli í börum og fluttur í  Celebration Hospital til meðferðar.

„Ég man virkilega ekki mikið (af hringnum),“ sagði Belginn (sic: á eflaust að vera Beljan hjá Brian Wacker því Charlie Beljan er Bandaríkjamaður). „14, 15, 16, 17. braut – ég man ekkert eftir því. Þetta var barátta.“

Afgangurinn af keppendum börðust við að halda í við Belgann (sic: sbr. hér að ofan). Sjö keppendur voru jafnir í 2. sæti, þ.á.m. Charles Howell III, Henrik Stenson og forystumaður fyrsta hrings  Charlie Wi.

Tíu aðrir þ.á.m. „tveggja hanska“  Tommy Gainey, sem vann m.a. mót á haustmótaröðinni á PGA Tour (ens.: Fall Series), eru enn 1 höggi á eftir (þ.e. 4 höggum á eftir Beljan) á samtals 8 undir pari.

Mestu athyglina vakti Beljan.

„Ég verð að hrósa Charlie (Beljan) fyrir það hvernig hann lauk keppni,“ sagði Adcox. „Ég hélt nokkrum sinnum að hann myndi hætta.“

„Það skiptir mig engu. Þetta er golfmót. Hann á eftir að spila í mörgum öðrum. Ef hann fær ekki að halda áfram þá er það í lagi. Ég vona að hann fái að spila. Hann er í góðri stöðu.“

 Heimild: PGA Tour