Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2012 | 11:00

Tiger og Rory tala um vináttu sína á og utan vallar á CNN – myndskeið

CNN tók viðtal við nr. 1 og nr. 2 á heimslista golfsins.  Nokkur aldursmunur er á þeim Tiger er 36 ára en Rory aðeins 23 ára.  Rory hefir, eins og svo margir aðrir verið mikill aðdáandi Tiger í gegnum tíðina, var m.a. í spurningaþætti þar sem sérsvið hans var Tiger á yngri árum.  Hann segir m.a. í viðtalinu að Tiger hafi gjörbreytt ímynd golfsins – þannig að yngri kylfingar hafi farið að koma meira fram, sem m.a. lögðu áherslu á að vera líkamlega í betra formi – Tiger tók undir það sagði að á túrnum hefðu aðeins hann og Vijay um tíma verið í líkamsrækt, en nú væru nær undantekningalaust allir sem færu í ræktina til að vera í góðu formi.

Tiger rifjaði m.a. upp  aðrar vináttur á golfvellinum sagði m.a. að Arnold Palmer og Jack Nicklaus hefðu ekki verið stjörnuvinir í upphafi, en það hefði breyst.

Best er að sjá viðtalið í heild á vef CNN með því að SMELLA HÉR: