Lord Moynihan vill að konur fái að gerast félagar í R&A golfklúbbnum
Lord Moynihan, sem er fulltrúi Breta í Ólympíunefndinni, hefir óskað eftir því við Royal and Ancient Golf Club að þeir opni dyr sínar þannig að konur geti orðið félagar.
Golfklúbburinn, sem var stofnaður 14. maí 1754 og hefir klúbbhús sitt í St. Andrews í Fife í Skotlandi, hefir frá upphafi ekki heimilað konum inngöngu.
Þar sem breskum konum hefir gengið vel á Olympíuleikum telur Moynihan þetta óviðunandi og vill að klúbburinn breyti reglum sínum. Hann sagði m.a. í BBC Radio 5: „Mér finnst að Royal and Ancient Golf Club of St Andrews ætti að breytast.“
The Royal and Ancient hefir í gegnum tíðina haldið áfram að vera strákaklúbbur, þó t.a.m. álíka íhaldsamur klúbbur í Bandaríkjunum, Augusta National, þar sem the Masters risamótið fer fram hvert ár, hafi heimilað fyrstu 2 konunum inngöngu.
Moynihan bætti við: „Það er til eftirbreytni að Augusta hafi breyst en the Royal and Ancient hefir enn ekki knúið fram algert jafnræði og jöfn tækifæri fyrir konur í þessu landi. Það ætti að vera einkenni íþrótta á 21. öldinni (að konur taki þátt) einkum þegar maður sér hvaða árangri viðkomandi íþróttamaður nær. Höldum starfinu áfram með því að veita jöfn tækifæri í íþróttum og meðal framkvæmdastjórna íþrótta.
Moynihan er áfram um að framfarirnar sem kveníþróttin hefir náð fari ekki til spillis, einkum eftir að Team GB vann 10 gullverðlaun.
„Þetta voru Leikar þar sem nokkuð var um ‘girl power’,“ sagði hann.
Ekki fékkst nokkur maður hjá The Royal and Ancient til að taka afstöðu til ofangreinds.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
