Hver er kylfingurinn: Cassandra Kirkland?
Franski kylfingurinn Cassandra Kirkland vann í gær fyrsta sigur sinn á LET, þegar hún sigraði á Sanya Ladies Open í Sanya í Kína. Þetta er sjötta árið sem hún spilar á LET og því langþráður sigur hjá henni sem hún vann í gær.
Cassandra Elaine Kirkland fæddist 13. október 1984 í París og því nýorðin 28 ára. Hún veit það eflaust ekki en hún á sama afmælisdag og spænski kylfingurinn Gonzalo Fernández-Castaño, sem er 4 árum eldri en hún.
Cassandra byrjaði að spila golf 7 ára og er í þeim fræga franska klúbbi Club Saint Nom La Breteche. Meðal áhugamála Cassöndru eru íþróttir almennt, lestur góðra bóka, tónlist, að ferðast, eldamennska, að horfa á kvikmyndir, verja tíma með fjölskyldu og fara í ræktina.
Cassandra spilaði golf í bandaríska háskólagolfinu á árunum 2002-2006 með University of Arizona. Hún gerðist atvinnumaður í golfi 1. desember 2006 eftir að hún komst inn á LET þ.e. Evrópumótaröð kvenna í fyrstu tilraun. Fyrsta keppnistímabilið hennar var 2007.
Sem áhugamaður varð hún m.a. í 2. sæti á British Girls’ Amateur Championship in 2001. Hún var í NGCA All American Team 2005. All-PAC 10 Team 2004 & 2005. Cassandra sigraði á UNLV Invitational árið 2005. Hún hlaut jafnframt verðlaun Golfstat fyrir að vera sá kylfingur sem skoraði best á par-5 brautum árin 2004 og 2005.
Cassandra er skyld Eddie Cheever, sem er bandarískur aksturskappi sem var 30 ár í Formúlu 1 og í Indy Racing League. Helstu styrktaraðilar hennar eru NUNI og OAKLEY.
Fylgjast má með Cassöndru á Twitter: @CassieKirkland.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

