Margir frábærir kylfingar hérlendis eru aðdáendur enska boltans og nokkrir þeirra halda með West Ham.
Hér kemur frétt fyrir þá.
Neil McDonald, aðstoðarþjálfari vann orustuna en ekki stríðið á West Ham United Ryder Cup Golf Day í gær.
Þetta er annað árið í röð sem þessi árlegi viðburður fer fram þar sem aðstoðarþjálfari West Ham, Neil McDonald og lið hans spila gegn 8 leikmönnum West Ham. Í ár var spilað á frábærum golfvelli London Golf Club í Kent, sem aftur er í uppáhaldi hjá þeim íslensku kylfingum, sem hann hafa spilað.
Miðvallarleikmaðurinn Gary O´Neil er félagi í þessum æðislega golfklúbbi.
Neil McDonald og Big Sam voru paraðir gegn O’Neil og James Collins í opnunar greensome viðureigninni, sem vannst 4&3.