Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2012 | 09:00

Mickelson meðal þátttakenda í Mission Hills

Phil Mickelson tekur þátt í WGC-HSBC Champions í Kína í þessari viku en viðurkennir að síðasti ósigur í Ryder bikars keppninni hafi verið „ein af mestu lægðum ferils síns.“

Sigur Justin Rose á Mickelson í tvímenningsleikjum sunnudagsins var lykilatriði í að Evrópa náði að snúa við blaðinu eftir að hafa verið undir 10-6 fyrir lokadaginn í Rydernum í Medinah.

Phil, sem hefir tvisar sinnum áður sigrað á WGC – HSBC Champions, leit aftur tilbaka á vonbrigðin í Ryder bikarskeppninni í viðtali fyrir mótið.

„Fyrstu 2 vikurnar eftir Ryder bikarinn voru virkilega daprar, þetta er ein af mestu lægðum ferils míns,“ sagði hinn 42 ára Phil.

„Það voru svo miklar tilfinningar í spilinu vegna þess að við héldum virkilega að við myndum sigra. Við bjuggumst við að sigra; við vorum að spila vel og töldum að við myndum ná þessu á sunnudaginn.“

„Ég hugsa að vonbrigðin muni vara lengur en í mánuð. Ég hugsa að eftir tvö ár muni mér enn finnast það mikil vonbrigði að hafa ekki sigrað í ár í Rydrenum.“

En Mickelson gat sem betur fer líka komið auga á nokkra jákvæða þætti í Medinah.

„Þegar horft er aftur þá kom ýmislegt gott út úr því að ég spilaði með Keegan sem félaga,“ bætti hann við.

„Ég finn þessa nýju spennu og orku sem Keegan (Bradley) hefir og ég er spenntur að vinna í leik mínum og sjá á hvaða sviðum ég get bætt mig frá Ryder bikarnum.“

Á þessu ári fer  WGC – HSBC Champions fram í  Mission Hills golfklúbbnum í Shenzhen í fyrsta sinn, sem þýðir að Mickelson mun spila á velli sem var hannaður af fyrirliða Evrópu í Ryder bikarnum,  José María Olazábal.

Mickelson hefir sigrað áður í Sheshan International golfklúbbnum in Shanghaí, en hann fagnar tilbreytingunni.

„Mér fannst gaman fyrsta skiptið í Shanghaí, en mér finnst þessi golfvöllur yndislegur líka,“ útskyrði  örvhenti kylfingurinn (Phil Mickelson).

„Staðreyndin að verið sé að flytja mótið á nýjan golfvöll er ekkert frábrugðið því sem við þekkjum í öllum stærstu golfmótunum. Þetta er frábær golfvöllur til að halda mótið á.

„Ég spilaði völlinn í fyrsta sinn fyrr í morgun; Keegan og ég spiluðum æfingahring og ég naut þess. Mér fannst gaman að spila hann.“

„Þetta er góð blanda af fjölbreytilegum holum og áskorunum, flatirnar eru sanngjarnar og ég held að þetta muni verða skemmtilegur völlur.“

Heimild: europeantour.com