Webb Simpson á móti banni á löngum pútterum
Webb Simpson er annar af tveimur risamótssmeisturum þessa árs sem spilar á Bermúda á Grand Slam, sem hefst í dag. Rory McIlroy og Ernie Els komast ekki Rory vegna þess að hann er að spila í öðru móti – Els vegna þess að hann er með tognaðan ökkla. Padraig Harrington og Keegan Bradley keppa í þeirra stað.
Simpson sagði í viðtali í gær á Bermúda að hann hefði engar áhyggjur af hugsanlegri reglubreytingu sem myndi banna langa púttera… hann væri byrjaður að æfa með hefðbundnum pútter.
Hann sagði þó að það þýddi ekki að hann væri sammála breytingum sem hugsanlega yrðu gerðar og sagði að stærri dræverar hefðu haft mun meiri áhrif á golfið en maga pútterarnir.
USGA (bandaríska golfsambandið) og Royal & Ancient Golf Club (höfuðstöðvar allra golfreglubreytinga) eru að ræða um hugsanlega breytingar á golfreglunum þannig að langir pútterar verði bannaðir.
Síðustu 3 af 5 risamótssigurvegurum hafa notað langa púttera, Simspon, Els og Bradley.
Simpson og Bradley eru sem fyrr segir í Port Royal þar sem þeir taka þátt í PGA Grand Slam of Golf, sem er 36 holu golfsýning.
„Ég á mikið af vinum í R&A og USGA. Þetta er ekkert persónulegt og ég veit að þeir eru að reyna að betrumbæta leikinn,“ sagði Simspon. „En mér finnst þetta bara ekki góð ákvörðun (þ.e. að banna langa púttera).“
Heimild: PGA
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
