Afmæliskylfingur dagsins: Óðinn Þór Ríkharðsson – 23. október 2012
Það er Óðinn Þór Ríkharðsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Óðinn Þór er fæddur 23. október 1997 og er því 15 ára í dag!!! Óðinn Þór er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hann spilaði með góðum árangri á Unglingamótaröð Arion banka og Eimskipsmótaröðinni í sumar; aðeins 14 ára og oft yngstur manna í mótum þeirra bestu.
Í fyrsta mótinu á Unglingamótaröðinni upp á Skaga, varð Óðinn Þór í 25. sæti, en hann keppti í drengjaflokki (15-16 ára drengja); í 2. mótinu á Þverárvelli varð Óðinn Þór í 2. sæti; á 3. mótinu í Korpunni varð Óðinn Þór í 3. sæti; á 4. mótinu Íslandsmótinu í höggleik varð Óðinn Þór í 7. sæti; á 5. mótinu Íslandsmótinu í holukeppni varð Óðinn Þór í 3. sæti og á síðasta móti Unglingamótaraðarinnar á Urriðavelli sigraði Óðinn Þór glæsilega!

Sigurinn í höfn!!! – Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG, á 18. flöt Urriðavallar eftir glæsilegan hring upp á 67 högg síðasta daginn á síðasta móti Unglingamótaraðar Arion banka 2012. Mynd: Golf 1
Óðinn Þór varð í 29. sæti á 1. móti Eimskipsmótararðarinnar af 106 í karlaflokkií Leirunni og í 21. sæti af 66 í síðasta móti mótaraðarinnar, Símamótinu, sem er stórglæsilegt í ljósi þess að hann var yngstur þátttakenda í Leirunni og næstyngstur í Grafarholti Óðinn Þór var þrátt fyrir ungan aldur í efri þriðjungi þeirra bestu, í bæði skiptin.
Þess mætti geta að samhliða vali á íþróttakarli og konu Garðabæjar nú fyrr á árinu voru valdir þeir efnilegustu og þótti Óðinn Þór efnilegastur.
Eins hefir Óðinn Þór aðeins keppt erlendis í ár en hann var í hópi unglinga úr GKG, sem kepptu á Lalandia mótinu í Danmörku og náði þeim ágæta árangri að landa 5. sætinu.
Óðinn Þór er í afrekshóp GSÍ völdum af Úlfari Jónssyni, landsliðsþjálfara.
Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024


