Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Óðinn Þór Ríkharðsson – 23. október 2012

Það er Óðinn Þór Ríkharðsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Óðinn Þór er fæddur 23. október 1997 og er því 15 ára í dag!!! Óðinn Þór er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG).  Hann spilaði með góðum árangri á Unglingamótaröð Arion banka og Eimskipsmótaröðinni í sumar; aðeins 14 ára og oft yngstur manna í mótum þeirra bestu.

Óðinn Þór (t.h.) varð í 3. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni í drengjaflokki. Mynd: gsimyndir.net

Í fyrsta mótinu á Unglingamótaröðinni upp á Skaga, varð Óðinn Þór í 25. sæti, en hann keppti í drengjaflokki (15-16 ára drengja); í 2. mótinu á Þverárvelli varð Óðinn Þór í 2. sæti; á 3. mótinu í Korpunni varð Óðinn Þór í 3. sæti; á 4. mótinu Íslandsmótinu í höggleik varð Óðinn Þór í 7. sæti; á 5. mótinu Íslandsmótinu í holukeppni varð Óðinn Þór í 3. sæti og á síðasta móti Unglingamótaraðarinnar á Urriðavelli sigraði Óðinn Þór glæsilega!

Sigurinn í höfn!!! – Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG, á 18. flöt Urriðavallar eftir glæsilegan hring upp á 67 högg síðasta daginn á síðasta móti Unglingamótaraðar Arion banka 2012. Mynd: Golf 1

Óðinn Þór varð í 29. sæti á 1. móti Eimskipsmótararðarinnar af 106 í karlaflokkií Leirunni og í 21. sæti af 66 í síðasta móti mótaraðarinnar, Símamótinu, sem er stórglæsilegt í ljósi þess að hann var yngstur þátttakenda í Leirunni og næstyngstur í Grafarholti  Óðinn Þór var þrátt fyrir ungan aldur í efri þriðjungi þeirra bestu, í bæði skiptin.

Þess mætti geta að samhliða vali á íþróttakarli og konu Garðabæjar nú fyrr á árinu  voru valdir þeir efnilegustu og þótti Óðinn Þór efnilegastur.

Eins hefir Óðinn Þór aðeins keppt erlendis í ár en hann var í hópi unglinga úr GKG, sem kepptu á Lalandia mótinu í Danmörku og náði þeim ágæta árangri að landa 5. sætinu.

Afrekskylfingarnir 7 sem kepptu á Landia Open í Danmörku. Óðinn Þór er 3. frá vinstri. Mynd: GKG

Óðinn Þór er í afrekshóp GSÍ völdum af Úlfari Jónssyni, landsliðsþjálfara.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:

Óðinn Þór Ríkharðsson (15 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Harvey Morrison Penick, f. 23. október 1904 – d. 2. apríl 1995;  Chi Chi Rodriguez, 23. október 1935 (77 ára);  James Evangelo Nitties, 23. október 1982 (30 ára stórafmæli!!!)  Michael Sim, 23. október 1984 ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.