Nýju stúlkurnar á LET 2012 (24. grein af 34): Sahra Hassan
Hér verður fram haldið stuttum kynningum á þeim stúlkum sem komust í gegnum Q-school LET í La Manga fyrr á árinu. Enn á eftir að kynna 3 af 7 stúlkum sem deildu 9. sætinu; Liebelei Lawrence, Kendall R. Dye, Charlotte Ellis og Jennie Y Lee hafa þegar verið kynntar og í dag verður Sahra Hassan kynnt og á næstu dögum þær tvær sem þá er enn eftir að kynna þær Elenu Giraud frá Frakklandi og Maríu Beautell frá Spáni.
Sahra Hassan er frá Wales. Hún fæddist í Newport í Wales, 13. nóvember 1987 og er því 24 ára. Þegar Sahra var aðeins 2 ára fóru hún og systur hennar oft út á völl með pabba þeirra Ash að fylgjast með honum í squashi. Það leið ekki á löngu þar til hún tók sér sjálf kylfu í hönd og fór að slá bolta. En það var það sama með allar íþróttir Söhru litlu þótti t.d. líka gaman í snóker, cricket og tennis.
„Allt frá því ég man eftir mér hef ég annaðhvort verið að slá squash bolta, cricket bolta, tennis bolta eða golfbolta,“ sagði Sahra í viðtali sem tekið var við hana. Hún var búin að vinna nokkra velska titla í tennis á táningsaldri „Þannig að ég vissi mjög snemma að ég myndi leggja íþróttir fyrir mig,“ þó foreldrar hennar hafi viljað að hún legði „alvöru“ atvinnu fyrir sig.
Sem táningur valdi hún golfið – og líkt og er oft um hæfileikaríka kylfinga varð hún að velja milli margra íþróttagreina – en val hennar var sérstakt að því leyti að hún er múslímsk og múslímskar stúlkur eiga ekki að leggja fyrir sig íþróttir. Þannig að Sahra Hassan er fyrirmynd ungra múslímskra stúlkna og sem slík hlaut hún nú í sumar viðurkenningu Muslim Women’s Sport Foundation (MWSF), sem tilnefndi hana Íþróttakonu ársins. Yngri systir Söhru, Myriam, þykir t.a.m. hæfileikaríkur kylfingur og eru margir bandarískir háskólar búnir að bjóða henni golfskólastyrk.
Sahra gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 3 árum, þ.e. í nóvember 2009, þá 22 ára.
Frá því að hún gerðist atvinnumaður hefir hún ýmist spilað á LET Access eða Evrópumótaröð kvenna.
Árið 2009, spilaði Sahra í tveimur LET mótum og var besti árangur hennar 25. sætið í Suzhou Taihu Ladies Open í Kína.
Árið 2010, spilaði hún enn í tveimur mótum LET og þá var besti árangur hennar T-52 í S4C Wales Championship.
Árið 2011 lék Sahra Hassan síðan í 11 mótum og var besti árangur hennar það ár T-12 í Deloitte Dutch Ladies Open í Broekpolder Golf Club. Hún varð einnig T-13 í the Sicilian Ladies Italian Open. Hún varð í 114.sæti á peningalistanum með verðlaunafé upp á €11,844.75. Sahra spilaði líka á LET Access Series það ár. Í Q-school í La Manga nú fyrr á árinu deildi hún sem fyrr greindi 9. sætinu með 6 öðrum kylfingum, en uppreiknað hlaut hún 10. kortið, sem í boði var.
Meðal áhugamála Söhru eru allar íþróttir, RnB músík, kvikmyndir og að verja tíma með fjölskyldu og vinum.
Heimild: Wikipedia og www.walesonline.co.uk
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
