Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2012 | 11:00

Phil Mickelson tókst að vippa fyrir $ 50.000 til styrktar góðgerðarmálum

Phil Mickelson reyndi í gær að vippa fyrir $ 1.000.000,- á Chip4Charity uppákomunni, sem var í hálfleik San Diego Chargers og Denver Broncos í bandaríska fótboltanum í gær í QUALCOMM Stadium í San Diego, Kaliforníu.

Phil þurfti að setja golfbolta 5 fet (1,5 metra) frá stöng sem var í 100 yarda (91,5 metra) fjarlægð. Létt verk fyrir svona mikinn golfsnilling?

Í stuttu máli tókst ætlunaverkið ekki, en Phil sem notað 56° fleygjárn sló yfir skotmarkið og púuðu áhorfendur á Phil.

Hann getur þó huggað sig við það að einungis fyrir að koma þarna fram fá First Book góðgerðarsamtökin, sem styrkja efnaminni börn til náms (þ.e. bókarkaupa) $ 50.000, sem smá sárabót.

Til þess að sjá myndskeið þar sem Phil Mickelson reynir að vippa á Chip4Charity fyrir 1 milljón bandaríkjadala SMELLIÐ HÉR: