Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2012 | 09:00

Evróputúrinn: Olazábal gekk ekkert vel á 1. hring Portugal Masters

Eftir sigurvímu Ryder bikarskeppninnar sneri fyrirliði sigurliðsins, José María Olazábal sér aftur að því að keppa sjálfur, en hafði ekki árangur sem erfiði.

Hann var á  75 höggum, 10 höggum á eftir forystumönnum mótsins, þeim Ross Fisher og Stephen Gallacher. Fisher og Gallacher náðu forystu í mótinu fremur snemma á 65 glæsihöggum og það var enginn sem spilaði betur en þeir í gær.

„Þetta hefir verið erfitt keppnistímabil,“ sagði hinn 31 árs Fisher í gær.„En það er gaman að sjá að öll erfiðisvinnan er að skila sér og ef Ryder bikars sigurinn veitir ekki innblástur þá gerir ekkert það.“

Stephen Gallacher, 37 ára frændi fyrrum fyrirliða Ryder bikarsliðs Evrópu, Bernard Gallacher, sagði m.a.: „Það er ekki mikill kargi og flatirnar eru ótrúlega góðar, en ef þegar bætti í vindinn var þetta erfitt.“

Olazábal var í holli með Ryder bikars liðsmönnum sínum, þeim Martin Kaymer og Francesco Molinari, sem báðir spiluðu betur en hann í gær; Kaymer var á 69 höggum en Molinari á 71.

Það var 18. brautin sem gerði út af við Olazábal, en hann húkkaði í vatn við brautina og var skor hans á 18. var þrefaldur skolli; 7 högg á þessari par-4 braut.

Darren Clarke, einn af þeim sem líklegur þykir sem arftaki Olazábal í fyrirliðastöðu Ryder bikars liðs Evrópu lék á 70 höggum, meðan enn annar sem orðaður hefir verið við stöðuna Paul McGinley, dró sig úr mótinu vegna meiðsla í baki.

Til þess að sjá stöðuna á Portugal Masters eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 

Heimild: The Age